Leita í fréttum mbl.is

10.janúar 2011

Jæja þá er komið að fyrsta fundi ársins og er þemað Vestfirðir!!

Við tökum því hátíðlega og fræðumst heilmargt um þá;)

Fundurinn verður haldinn  á Café Paris og  hefst hann stundvíslega kl.19.30, með upplestri fundargerðar desemberfundar.

Síðan snæðum við léttar veitingar en  í boði verður

1. Sesarsalat með kjúkling: blandað salat, sósa, brauðteiningar, capers, svartar ólífur, parmaostur  og tómatar

2. Grískt salat með kjúkling: blandað salat, fetaostur, laukur, gúrka, tómatar, lime og ólífur

3. Frönsk pönnukaka með rækjum, hrísgrjónum, sveppum, papriku, hnetum og rjómaosti

 4.Frönsk pönnukaka með nautahakki, eggjum, beikoni, tómötum, lauk og osti.

Skrifið í athugasemdum hvað þið viljið.

Kynningarhringur, ljóð og 3 mínútur verða á sínum stað.

3 mínúturnar verða með hefðbundnu sniði að þessu sinni og mun hver og ein segja okkur frá einhverju skemmtilegu um jól og áramót.

Upp úr 20:30 fáum við svo til okkar góða konu, Brynhildi Þórarinsdóttir, sem mun fræða okkur heilmikið og meðal annars um merkan mann frá Vestfjörðum.


Fundi slitið um kl.22.30...


Gestir borga bara fyrir matinn. Hver réttur kostar 1.522.- Vinsamlega látið vita um mætingu, helst ekki síðar en á laugardag...Sjáumst hressar, Íris Björg og Linda Bára.


Bloggfærslur 6. janúar 2011

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband