29.11.2011 | 21:06
Fyrsti fundur vetrarins 5. september 2011 Hreyfing
Fyrsti fundur vetrarinst byrjaði á hreyfingu. Veitir ekki af að hrista okkur aðeins saman eftir sumarið.
Fórum til hennar Elínar í Robe Yoga þar sem hún kynnti fyrir okkur heimspekina á bak við Robe Yoga. Robe Yoga snýst um þakklætis hugarástand. Og kenningin er einföld. "Verum breytingin." Rope Yoga gengur út á það að við séum breytingin sem til er ætlast og við berum ábyrgð á því hvað ætlast er til af okkur í framtíðinni. Robe Yoga er tæki að ráða frammúr þeirri tilvistarkreppu, sem svo mörg okkar eru að kljást við daglega. Lífið er ekkert annað en ferli sem þarf að sinna og rækta. Það þarf að næra hug okkar og líkama til að við getum tekist á við þau verkefni sem lífið ber í skauti sér. Elín kenndi okkur á einfaldan hátt að nota böndin og og sagði okkur hvaða árangur fylgir þessari tækni.
Þeir sem stunda Robe Yoga fylgja eftir hvetjandi sjö þrepa kerfi, sem vekur þá til umhugsunar en þau eru:
- 1. Vakna til vitundar.
- 2. Vera ábyrgur.
- 3. Ásetningur þinn.
- 4. Trúfesta.
- 5. Að leyfa framgang.
- 6. Innsæi.
- 7. Þakklæti.
Að þessu loknu var farið á HaPP sem er grænmetisveitingastaður í Austurstræti. Hjá HaPP er áhersla lögð á gæði og virkni fæðunnar á líkamann til að fyrirbyggja og meðhöndla lífstílssjúkdóma. Þar er grænmeti, hráfæði og hollur matur almennt í hávegum hafður og fengum við einn slíkan rétt, grænmetislasagna og dýrindis hráfæðis súkkulaðiköku á eftir.
Kveikt var á kerti vináttunnar og Hildur formaður kynnti fulltrúaráðsfund sem stóð fyrir dyrum og einnig næsta fund okkar ágæta klúbbs sem var sumarbústaðaferð í Borgarnes og hljómaði það mjög spennandi.
Kynningarhringur og 3 mínútur voru hafðar saman að þessu sinni og áttum við að tala um hreyfingu.
Mættar: Hildur, Íris, Magga, Lilja, Nína, Sólrún Linda Rós, Þyri, Ástrós, Guðrún Ásta, Laulau.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2011 | 20:30
Fundargerð októberfundar LC-8 í Borgarnesi 2011
Sátum svo saman og góðu yfirlæti fram á nótt, vöknuðum hressar og héldum heim á leið endurnærðar eftir dvöl í Borgarnesi.
Hildur formaður.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2011 | 20:24
Dekurfundurinn 27.5.2011
Dekurfundurinn var að þessu sinni með breyttu sniði og frekar óhefðbundinn. Ákveðið var að fara á tónleika í Hörpu því nýja og glæsilega húsi og láta spænska strauma flæða um okkur.
Byrjað var á að borða í Munnhörpunni á neðstu hæð Hörpu og flestar okkar fengu sér smushi sem er nýstárleg útfærsla á smörrebröd og vínglas með til að hita upp fyrir tónleikana. Síðan héldum við upp á næstu hæð í tónleikasalinn Silfurberg þar sem spænska gleðisveitin Ojos de brujo, ein vinsælasta hljómsveit Spánar flutti kraftmikinn tónlistarkokteil sem hristur var saman úr flamenco, hiphopp, rúmbu, reggí og danstónlist. Tónleikarnir hófust með miklum látum og flæðandi flamenco takti og stóðu í 90 mín. Mikið stuð og mikill kraftur í hljómsveitinni.
Að loknum tónleikum langaði flestum að dansa meira og var því farið á Thorvaldsen og þar tók diskótónlistin við og könnuðumst við aðeins betur við þá tónlist og dansinn dunaði fram eftir nóttu og hélt síðan hver sína leið að því loknu. Skemmtilegt kvöld að lokum komið.
Mættar voru: Hildur, Magga, Lilja, Bryndís, Lilja Guðrún Íris Björg Ástrós, Steinunn, Auður, Ása, Guðrún Ásta, Linda Rós, Þyri og Linda Bára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. nóvember 2011
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010