30.11.2011 | 12:58
Jólafundur LC-8, mánudaginn 5. desember 2011
Halló kæru systur í LC-8.
Við erum spenntar að fá að hitta ykkur á mánudaginn og enn spenntari að fá að sjá gestina okkar aftur :D
Dagskrá kvöldsins hefst að þessu sinni klukkan 18:30 í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6, gengið inn að aftan.
Við munum bjóða upp á eitthvað matarkyns, skemmtilega og fræðandi dagskrá ásamt öðrum venjulegum fundarstörfum.
Því miður verðum við að vera svo ,,halló" að rukka gesti okkar um 3.000 krónur fyrir fundinn, en ef þær ganga í klúbbinn þá verðum við kannski nógu margar til að geta boðið gestum síðar meir :D
Hér er það fjöldinn sem er mátturinn :)
Vinsamlega látið okkur vita tímanlega svo við getum haft matinn á hreinu. Helst fyrir helgi.
Að síðustu viljum við minna ykkur á jólapakkaleikinn okkar góða ! Allir koma með gjöf að andvirði u.þ.b. 1.000 króna.
Sjáumst hressar á jólafundi. Væri ekki verra ef þið bæruð eitthvað jólalegt utan á ykkur til að skapa enn meiri stemmningu.
Laulau og Lilja Guðrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 30. nóvember 2011
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010