Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð febrúarfundar 6. febrúar 2012

Fundarstaður:  Veitingahúsið Gamla Vínhúsið í Hafnarfirði

Hildur formaður setti fund með því að kveikja á kerti vináttunnar.  Fundargerð síðasta fundar lesin.  Fulltrúaráðsfundur kynntur sem verður 11.febrúar nk.

Kynningarhringur og segja átti frá ferðalögum, hverju mæli ég með og hvert langar mig að fara.  Margt áhugavert kom upp úr dúrnum; Ástralía, skíðaferðir, Grísku eyjarnar, Dubaí, Suður-Afríka, Bretland, Ameríka og m.fl.

Ljóð dagsins hét Sköpun eins og fundarefnið og er eftir Hjördísi Kvaran ungt ljóðskáld.

Fyrirlesar kvöldsins Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og handritshöfundur kom og sagði okkur frá því hvernig áramótaskaupið verður til, hvernig handritaskrif ganga fyrir sig og sagði okkur frá ýmsum verkefnum sem hún hefur unnið við og hvað væri væntanlegt.  Hún er einnig uppistandari í hjáverkum og sagði okkur frá því hvernig hún undirbýr sig fyrir það og við fengum smá "æfinga"uppistand sem tókst vel og vorum við sammála um að hún væri bara þrælfyndin og skemmtileg.

Þrjár mínútur voru þríþættar; Hafnarfjarðarbrandarar, sköpun, þ.e. segja frá því hvort við værum að skapa e.h. eða hvort við hefðum tekið þá ákvörðun að minnka við okkur kolvetnin sem talað var um á síðasta fundi og hvaða áhrif það hefur haft og merkilegt að segja frá því að þær sem minnkað höfðu kolvetni  sáu allar mikinn mun á þessum eina mánuði og verður spennani að fylgjast með framhaldinu. Fundi slitið.

Mættar:  Magga, Lilja Guðrún, Linda Rós, Guðrún Ásta, Ástrós, Laulau, Sólrún, Hildur, Lilja, Íris, Nína og Linda Bára.

Gestir: Ólöf og Steinunn.

HeartHeartHeart


Fundargerð janúarfundar 9. janúar 2012

Fundurinn var haldinn í sal Farfuglaheimilisins í Laugardal, bar fundurinn yfirskriftina bókmenntir.

Fundur settur með því að Hildur formaður kveikti á kerti vináttunnar.

Gestafyrirlesari kvöldsins var Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur sem hélt fyrirlestur um mataræði Íslendinga og hvernig á að fara að því að létta sig.  Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur þar sem fjallað var vítt og breitt um mataræði og hvað að áliti Sigurjóns er að valda okkur skaða (offitu) af því sem við erum að innbyrða.  Mjög skemmtilegt og áhugavert og voru miklar umræður á fundinum að fyrirlestri loknum.

Síðan var borinn fram matur frá Gló, grænmetissúpa, brauð og ávextir, að allra mati mjög ljúffengt.

Lesin upp fundargerð síðasta fundar og síðan lesin smásaga eftir Gyrði Elíasson sem hlaut Norðurlandaverðlaun bókmenntaráðs árið 2011.

Kynningarhringur og þrem mínútum slegið saman og var viðfangsefni þriggja mínútna í takt við fyrirlesturinn:  hefur þú hugsað um að breyta mataræði/lífstíl og ætlar þú að gera eitthvað í því. 

Fróðlegt var að heyra hvað fundarkonur höfðu gert og spáð í í gegnum tíðna og hvaða áhrif fyrirlesturinn hafði á þær.  Fundi slitið.

Mættar:  Hildur, Laulau, Lilja Guðrún, Lilja, Sólrún, Linda Bára, Linda Rós, Magga, Ástrós, Guðrún Ásta.

Gestir: Arna, Hrafnhildur, Ólöf, Klara.


Fundargerð jólafundar 5. des. 2011

Jólafundurinn var að þessu sinni haldinn í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6.  Þar tóku á móti okkur tveir félagar úr þeim ágætu samtökum, þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Kjartan Birgisson.  Kveikt var á kerti vináttunnar og fundur settur.

Ásgeir sagði stutta sögu af sjálfum sér er hann fékk sitt fyrsta hjartaáfall og kynnti síðan samtökin Hjartaheill sem eru stærstu samtök innan SÍBS.  Samtökin voru stofnuð 8. október 1983, þetta er hagsmunasamtök hjartasjúklinga á Íslandi og starfa í 11 deildum um allt land.  Helsta markmið samtakanna er að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum.  Þetta er stór og mikil samtök sem reka m.a. sína eigin endurhæfingarstöð, HL stöðina og gefa út fréttablað.  Horfðum síðan á fræðslumyndband, Gretti, um líf hjartasjúklings eftir hjartaáfall.Heart

Síðan tók Kjartan Birgisson sem er bróðir Laulau okkar til máls og sagði frá í máli og myndum síðustu tveimur sólarhringum fyrir og eftir hjartaskipti sem hann gekkst undir í Svíþjóð 2010.  Mjög áhrifamikil frásögn af reynslusögu hjartaþega.

Að þessu loknu var borinn fram matur, fengum við jólahlaðborð í smáréttaformi ásamt eftirréttum, namm namm.

Fundargerð síðasta fundar lesin.  Á fundinum var tekin ákvörðun að styrkja fyrrverandi LC systur, Hjördísi sem lent hefur í miklum áföllum og veikindum og var henni afhentur styrkur að upphæð 24.000 kr. nú í desember frá okkur í LC-8, hver meðlimur lagði fram 1000 kr. og klúbburinn 1000 kr á móti.  Vonum að hún njóti vel.

Kynningarhringur og 3 mínútur og sögðum við allar frá aðfangadegi heima hjá okkur og var gaman að heyra hversu ólíkt þetta er á heimilum okkar allra.  Síðast en ekki síst fórum við í pakkaleik og allar fengum við skemmtilega litla jólagjöf hver frá annarri.  Fundi slitið og héldum við hver til síns heima á vit jólaævintýra desembermánaðar.

 Mættar:  Hildur, Ástrós, Íris, Sólrún, Guðrún Ásta, Linda Bára, Magga, Lilja, Linda Rós, Nína, Laulau og Lilja Guðrún.

Gestir: Ása, Arna, Steinunn og Kristín Sigríður.

HeartHeartHeart


Bloggfærslur 13. mars 2012

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband