9.4.2010 | 23:53
11. janúar, Afmælisterta.
Fundur settur þegar kveikt var á kerti vináttunnar .
Byrjað var að næra sig og var maturinn að þessu sinni frá veitingarstaðnum Saffran. Kynningarhringur og 3 mín var sameinað og kynntum við hvor fyrir annari bókina(bækurnar) sem við lásum yfir jólin. Spannaði það allt frá miklum fræðibókum til dagblaða og tímarita.
Fyrirlesari kvöldsins var Sigrún Pálsdóttir verkefnastjóri Landverndar með kynningu á verkefninu Vistvernd í verki sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni.GAP (Global Action Plan for the Earth). Verkefnið er viðurkennt af sameinuðuþjóðunum og tilgangur meðal annars að:
ü Efla hugsun um umhverfið og umgengni við auðlyndir jarðar.
ü Starfað í hópum ,visthópastarf
ü Unnið í samstarfi við sveitarfélögin á Íslandi
ü Einblína á lausnir í stað vandamála
ü Hýst af Landvernd frá ´99
ü Umhverfisvænni rekstur heimila og fyritækja: meðhöndlun sorps, orku, innkaupa og samgöngur.
Fleira kom þarna fram sem ekki verður upp talið,en mjög áhugavert og margar spurningar vöknuðu. Fengum afhenta bæklinga okkur til glöggvunar.
Kaffihlé þar sem Hildur bar fram heimabakaðar marenstertur sem vel flestar kunnu vel að meta.
Ása segir frá afmæliskvöldinu okkar þar sem 80 konur voru samnkomnar og skemmtu sér vel,enda vel heppnað. Myndasýning frá kvöldinu og tóku átturnar sig bara nokkuð vel út,mikið hlegið og vonum við að gestirnir hafi skemmt sér jafn vel við áhorfið.
Lilja minnir á frímerkin sem landstjórnin í Danmörku ætlar að koma í verð til styrktar góðgerðarmála.
Fundi slitið.
Mættar voru:Hildur, Lilja, Nína, Bergþóra, Laulau, Magga, Auður, Ása, Björk, Ása Lára og Sólrún
Gestir voru 6
Umsjónarmenn janúarfundar voru Ása Lára og Hildur.
Auður Árnadóttir, fundarritari.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.