21.4.2010 | 16:47
Aprílfundur /Aðalfundur stjórnar
Aðalfundur LC-8
Haldinn 12.apríl 2010 á heimili Lilju Guðrúnar formanns að Sörlaskjóli vestur í bæ.
Mættar voru: Ása, Björk, Sólrún, Laulau, Lilja Guðrún, Nína, Hildur, Magga, Steinunn, Bergþóra og Auður.
Gestir voru 5, Lilja, Linda Rós, Bryndís og Linda Bára sem voru vígðar inn seinna um kvöldið og Hugrún úr LC-2 sem kom til að hvetja okkur til þáttöku á árshátíð og helgina 23.-24.apríl.
Fundur settur kl.19.15, kveikt á kerti vináttunnar og haldinn kynningarhringur.
3 mín. voru með öðru sniði en venjulega. Farið í leik þar sem hver kona dró 2 spjöld úr stokki (afmælisgjöf frá LC6 systrum) annað spjald með spurningum og hitt með svörum. Viðkomandi las spurningu og sessunautur gefur svar af sínu spjaldi. Þetta vakti mikla lukku enda fórum við á hvolf af hlátri.
Lilja og Laulau vígja inn nýja félaga (nöfn þeirra koma fram ofar í texta) með pompi og prakt. Lesið er upp úr félagatali um starf LC og konum færðar rós, félagatal, hjörtu með nöfnum þeirra og meðlimaskjal. Að sjálfsögðu var smellt af nokkrum sætum myndum af vígslunni.
Skýrsla formanns verður frestað vegna veikinda en verður send til félaga í tölvupósti síðar.
Nína kynnir efnahagsreikning klúbbsins og er rætt um hækkun gjalda frá 2500 upp í 3000. Var það samþykkt en sú hækkun tekur ekki gildi fyrr en 1.september.
Linda Rós nýkrýnd LC skvísa sýndi áhuga á að auglýsa í félagatalinu okkar.
Kosning nýrrar stjórnar:
Formaður: Guðlaug Hildur Birgisdóttir - Laulau
Varaformaður: Hildur Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Nína Guðrún Heimisdóttir
Ritari: Auður Árnadóttir
Meðstjórnandi: Lilja Guðrún Jóhannesdóttir
Siðameistari: Ása Jóhannsdóttir
Fráfarandi úr stjórn:
Ása Jóhannsdóttir og Steinunn Zophaniasdóttir
Fundargerð síðasta fundar lesin upp án athugasemda.
Loks voru á borð bornar kræsingar af hollum og minna hollum gerðum. Allt rann þetta ljúflega niður í svanga maga okkar systra.
Afmælisbörn vetrarins þær Magga og Nína voru færðar gjafir í fljótandi formi og sýndist okkur þær vera nokkuð sáttar við valið.
Besti fundur vetrarins valinn. Fundarhaldarar áttu að semja ljóð um fundinn sinn og flytja það fyrir klúbbmeðlimi. Að þessu sinni fengu Steina og Auður verðlaun fyrir rappljóð um marsfundinn.
Mætingardrottining vetrarins var einnig valin og krýndi með kórónu og sprota, sú heppna var Magga enda fer henni einstaklega vel að bera kórónu og sprota.
Eins og lesa má að ofantöldu efni þá var mikið um kynningar og val á hinu og þessu á Aðalfundi okkar í apríl. En allt gekk þetta vel og mikið gaman hjá okkur eins og ávallt.
Fundi slitið rétt fyrir 23.
Auður Árnadóttir fundarritari.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.