10.6.2010 | 20:56
Dekurfundur LC-8
Dekurfundur "dekrað við bragðlaukana" 3.mai 2010
Hópurinn hittist við Hlemm og gekk saman í rigningunni skreyttar regnhlífum að veitingarstaðnum Argentínu þar sem fundurinn okkar var haldinn að þessu sinni. Myndir eru teknar á leiðinni fyrir Ester í LC-3 en þær mun hún afhenda fráfarandi landsforseta Noregs sem vinnur að því að safna slíkum myndum af LC systrum undir móttóinu: YOU NEVER WALK ALONE.
Mættar voru: Laulau, Linda Bára, Lilja, Bryndís, Nína, Sólrún, Hildur, Magga, Lilja Guðrún, Bergþóra, Steinunn, Ása, Linda Rós og Auður.
Laulau byrjar á að sýna gjafir sem klúbburinn hefur fengið í tilefni afmæli klúbbsins sl.haust. Var þar á meðal fallegt kerti sem Egilstaðarsystur gáfu okkur, fagurlega skreytt myndum. Vert er að minnast á að LC-8 er móðurklúbbur LC-10 á Egilstöðum.
Að sjálfsögðu var byrjað á lystaukandi rétti og las Lilja skýrslu síðasta árs. Síðan kynningarhringur og humarsúpa í forrétt.
Lilja segir frá fulltrúarráðsfundi sem haldin var föstudaginn 23.apríl. Rætt um m.a lagabreytingar ofl. Á þessa fundi er ætlast til að 2 fulltrúar frá hverjum klúbbi mæti, að öðrum kosti þurfa klúbbarnir að greiða sekt. Rætt um Bruge (alþjóðafundur) þar sem 4 úr LC-6 fengu styrk úr ferðasjóð LC upp á kr.100 þúsund sem skiptist á milli umsækjenda. Landstjórn ræddi um að auka samstarf innan klúbba og á milli RT manna. Hugmynd LC-8 um grímuball er í athugun og verður lagst undir felld með þá hugmynd. Breytingartillaga laga um að ákveðinn fjöldi, 2/3, af fulltrúm LC yrði mættur til að fundur teldist löglegur. Einnig að setja inn fjarfundarbúnað og lagabreytingu um það hvernig á að halda fundi. Mikilvægt er að halda inni ákveðnum hefðum og formum á fundunum.
Við stefnum á að vera duglegri í fjáröflun og efla samstarf við dótturklúbbinn á Egilstöðum.
Laulau fer yfir dagskrá næsta starfsárs. Lögð er áhersla á sumarbústaðarferð okkar 2.-3. október og eru konur hvattar til að taka þessa helgi frá og vera með.
Ása fer með ljóð eftir afa sinn og er ekki hægt annað en leyfa því fallega ljóði að fylgja með.
Augan moldar ljúfust lær, lífsins fangar haginn, vanga foldar baðar blær, blíður langann daginn.
Aðalréttur er á borð borin ummmm.......nautalundir með girnilegu meðlæti og að sjálfsögðu afar gott.
3.mínútur um það hvað sé dekur í okkar huga. Farið var um víðan völl og var allmargt sem gat flokkast undir gott dekur.........bara misjafnt hvað hentaði hverjum og einum allt eftir því hvar maður er staddur í sínu litla lífi.
Stjórnin brást ekki systrum sínum og dró fram ýmis hjálpartæki til að sýna fjölbreytnina í dekri, má þar nefna bak og höfuðklórur ásamt kremprufum ofl. Lokaverk okkar var að koma niður eftirrétt (og vitið að það var alls ekki erfitt ) og eins og lesa má var þetta sannkallað dekurkvöld fyrir bragðlaukana.
Fundi slitið upp úr kl.23.00
Fundarritari:Auður Árnadóttir
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.