Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð septemberfundar á Reykjanesi

Septemberfundur LC-8  2010.

Um fundinn sáu Hildur og Magga.

Hittumst við N1 í Hafnarfirði þar sem safnast var í bíla og lagt af stað í Blá Lónið nánar tiltekið Læknalind Bláa Lónsins þar sem unnið er að meðferðum við m.a psoriasis húðsjúkdómnum.

Laulau setur fundinn kl.19.45.

Á móti okkur tekur Esther Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem sýnir okkur húsakynni og fræðir okkur um starfsemina.Fer hún m.a yfir vistkerfi lónsins sem er sjálfhreinsandi hringrás,vegna mikils salts innihalds þá þrífst bakteríugróður þar afar illa og að innihald lónsins sé að mestu leiti þörungar(mikið notaðir í húðmeðferð),sölt(minni bakteríugróður) og kísill( notaður í húðskrúbb eða afhreistrun hjá psoriasis sjúklingu).

§  Náttúrulegar meðferðir í jarðsjó Blue Lagune með ofangreindum innihaldsefnum

§  Meðferð byggist á böðum,ljósum,kremameðferð og slökun á sál og líkama.

§  Rannsóknir og þróun í leit að nýjum efnum úr jarðsjónum

§  Hefur verið starfrækt hér í 15 ár.

§  Einnig fyrir liða-og vefjagiktasjúklinga

§  Innlögn ekki minni en vika en allt upp í 4 vikur eða eftir ástandi sjúklings.

§  50-60% af þeim sem nýta sér staðin eru sjúklingar en restin kemur í almenna gistingu og dekkur(svona til gamans þá kostar nóttin aðeins 45 þúsund krónur ).

Eftir þessa skemmtilegu og fræðandi kynningu hjá Esther fluttum við okkur yfir á veitingarstaðinn LAVA,tókum þar kynnignarhring og fengum matinn framreiddan frá ansi hressum þjóni.

Magga les upp fyrir okkur nokkrar línur um uppruna Megasar og störf hans.Það sem var afar athyglisvert að hann samdi sinn fyrsta texta fyrir fermingu.

Eins og við vitum allar í LC-8 þá hefur Magga ótrúlegan áhuga á leikjum,enn ung og leikur sér og drífur okkur hinar með sér.Þar sem hún sá m.a. um fundinn þá var um að gera að bregða sér í leik sem að þessu sinni var: Klúbbkonur drógu málshátt og bættu síðan við málsháttinn „í rúminu".Þarf ekki að segja nánar frá því en það að við höfðum gaman að.

Ása siðameistari nældi í smá pening í baukinn okkar með því að sekta konur f.næluleysi og að hafa farið eða ætla sér erlendis á árinu (allt of útsjónasamur siðameistari ).

Fundi var svo slitið um 22.30.

 

Mættar voru: Linda Bára,Ása,Lilja,Laulau,Magga,Lilja,Nína,Sólrún,Linda,Íris og Auður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband