11.1.2011 | 16:36
Fundargerð um jólafundinn 6.des 2010
Jólafundur LC-8 6.desember 2010
Fundurinn er haldinn í skátaheimili Árbúa í Hraunbæ og hefst kl.19.30.
Fyrst á dagskrá er lestur fundargerðar frá nóvemberfundi sem lesin er af ritara klúbbsins.Þessum dagskrárlið var flýtt þar sem gestur kvöldsins var með erindi kl.20.00
Þá er komið að segja frá gesti kvöldsins og var það Sigríður Klingenberg sem sá um fjörið.Erindið var á andlegum nótum og kímnin óspart notuð til að poppa þetta allt saman upp og fá klúbbkonur til að skoða sjálfa sig og sjá hversu frábærar þær væru.Hugsa jákvætt um sig og hætta dómhörku,því jú við erum allar misjafnar að gerð og lögun en engu að síður einstakar konur.Held að þið getið verið nokkuð sammála mér í því,er það ekki annars ??
Sigríður kynnir spáspilin sín og spil með orkusteinum,fáum við að draga okkur spil og eiga.
Kveikt er á kerti vinaáttunnar þegar Sigríður kveður okkur og er þá kl.20.30.
Mættar voru:Laulau,Sólrún,Linda Bára,Linda Rós,Björk,Lilja,Magga,Íris,Hildur,Ása,Bryndís og Auður.
Um jólafundinn sáu Ása og Bryndís og fórst það þeim vel úr hendi.
Gestir: Guðrún Ásta,Dóra,Guðrún og Ástrós
Komið að kynningarhring.
Veitingarnar að þessu sinni var hlaðborð með smáréttum eins og t.d laufabrauð,flatkökur, lagtertur sem var skolað niður með jóladrykknum malti og appelsíni.En þar sem um jólafund var að ræða var einnig boðið upp á jólaglögg sem klúbbkonur gátu styrkt örlítið með vínanda.
Bryndís les ljóð e.skáld vetrarins heilræðavísur ,eins og við vitum er Megas þema hjá okkur í vetur.
3.mínútur voru með öðru sniði en oft áður enda bara gaman að breyta til.Umsjónarmenn fundarins skiptu klúbbkonum í 3 hópa og átti hver hópur að semja ljóð um norðurland í anda meistar Megas.Það var mikið í húfi enda um verðlaunarsæti að ræða.Sigur úr bítum báru allir hópar þar sem einhverjum Megasrtöktum var náð.Í verðlaun voru mandarínur og allar sáttaHér að neðan læt ég ljóðin fylgja með okkur og öðrum til ánægju. Bara snilldar samið af okkur skvísunum.
Hópur 1)
Hafið þið komið á norðurland,norðurland,norðurland
Ísinn í Brynju smakkað á,smakkað á,smakkað á.
Kakó úr Blárri könnu bragðað á,bragðað á,bragðað á.
Eftir Greifa pizzu og Bauta borgara er gott að labba um Kjarnaskóg og enda Kea á og sofa hjá,sofa hjá,sofa hjá.
Hópur 2)
Hofsós,Mývatn,Húsavík.
Dimmuborgir,Hvammstangi,Siglufjörður.
Kántrýbær,Blönduós,Dalvík.
Víðihlíð,Akureyri,Ólafsfjörður.
Hópur 3)
Hljóðaklettar undur er
þar er hægt að skemmta sér
hella í sig undir kletti
á einu bretti.
Úti í Lóni sekk ég mér
langar til að ríða þér
komdu hingað vina mín
annars kem ég heim til þín.
Þá er komið að lokaspretti kvöldsins þ.e.jólapökkunum góðu.Það þurfti nú auðvitað að hafa þetta aðeins öðruvísi og lengja kvöldið okkar með því að fara í svokallaðann jólapakkaleik sem fór þannig fram.
Fengum 2 teninga til að kasta,þegar upp kom talan 6 var hægt að velja pakka af pakkaborði (ef 2x6 þá 2 pakkar).Teningar gengu á milli klúbbkvenna í 20mín og var um að gera að hafa hraðar hendur til að eiga sem mesta möguleika á að næla sér í sem flesta pakka.Þegar pakkar voru búnir af pakkaborði var byrjað á að stela frá hinum sem höfðu nælt sér í pakka.Eftir 20mín þurftu þær sem höfðu fleiri en einn pakka að gefa hinum sem engann fengu (eða höfðu verið rændar).Mikil spenna og adrenalínið á suðupunkti þennann tíma og tel ég að nokkrum kaloríum hafi verið brennt í hasarnum.
Fundi slitið kl.10.30.
Ritari :Auður Árnadóttir
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.