14.2.2011 | 20:20
Janúarfundur LC-8
Janúarfundur LC-8 10.janúar 2011.
Fundur haldin á Cafe París og byrjar með borðhaldi þar sem tafir urðu á fundarsetningu.Um janúarfundinn sáu þær Íris og Linda Bára.
Ritari les upp fundargerð síðasta fundar og fær góðar ábendingar um leiðréttingar á fundagerð.
Kynningarhringurinn er á sínum stað og gaman að sjá hve margir gestir eru með okkur í kvöld.
Mættar voru: Íris,Sólrún,Nína,Lilja,Bryndís,Lilja Guðrún,Hildur,Magga,Ása,Laulau og Auður.
Gestir : Ásta,Þyri,Erna,Sigga,Þórunn,Guðrún Ósk , Ásta Rós og Guðrún Ásta.
Lesið ljóð eftir skáld vetrarins sem ber nafnið Ragnheiður biskupsdóttir.
Þema kvöldsins er vesturland og hafa þær stöllur fengið rithöfundinn Brynhildi Þórarinsdóttir til að fræða okkur um Jón Sigurðsson forseta",en hann er fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
17.júní næstkomandi þ.e.í ár 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns og hans minnst á margvíslegan hátt á árinu.
En Brynhildur hefur sett upp sýningu í þjóðmenningarhúsinu um Jón og æsku hans út frá sjónarhóli barna.
-Sagt frá æsku hans og uppvexti á Hrafnseyri við Arnarfjör ,unglingsárum hans í Reykjavík og ævi og störf hans í Kaupmannahöfn.
Áhugasömum er bent á að fara inn á síðuna http://jonsigurdsson.is/ til frekari glöggvunar.
Í 3 mín söguð klúbbkonur frá skemmtilegum atvikum um jól og áramót.
Ritari þurfti frá að hverfa fyrr en ætlað var en fundi lauk skömmu síðar.
Ritari : Auður Árnadóttir
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.