Leita í fréttum mbl.is

Febrúarfundur LC-8 2011

LC fundur 7. Febrúar 2011

Annar fundur ársins 2011 var haldinn í húsnæði Skátafélagsins Árbúa. Sólrún og Linda Rós sáu um fundinn.

Mættar voru : Hildur, Margrét, Sólrún, Linda Rós, Ása, Lilja Þ og Lilja Guðrún. Gestir voru: Guðrún Ásta, Ástrós og Hrafnhildur.

 

Fundur var settur er varaformaður kveikti á kerti vináttunnar.

Þema fundarins var Snæfellsnes og borðskreytingar báru þess merki. Borin var á borð sterk og góð súpa í brauðskel með mexicó ívafi. Farinn var kynningarhringur og ljóð eftir Megas lesið. Að því loknu hófst sýnikennsla í hár og förðun sem vakti mikla lukku. Linda Rós hárgreiðslumeistari galdraði hárið og Sigrún Snorradóttir snyrti og förðunarfræðingur sá um förðun. „Módel" voru máluð og greidd eftir kúnstarinnar reglun og nú lumum við á góðum leyndarmálum um útlitið..

Varaformaður kynnti alþjóðadag LC sem er 11. Febrúar n.k. Klúbbarnir ætla að skoða Bessastaði og hittast á Pósthúsi Vínbar og skemmta sér saman, allar konur hvattar til að mæta.

Fyrir hönd formanns voru stöður í nýrri stjórn auglýstar, það vantar varaformann, gjaldkera og ritara.

Lilja Þ. bauð sig fram til ritara og Linda Rós hefur áhuga á varaformanni, ákveðið var að ræða þessi mál betur á næsta fundi, þar sem margar voru fjarverandi.

3. mínútur fjölluðu um eitthvað skemmtilegt tengt börnum og sagðar voru margar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Börn eru yndisleg..

f.h. ritara sem var fjarverandi, Hildur Guðmundsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband