Leita í fréttum mbl.is

Súkkulaðistubbar

Hér kemur uppskrift af nammikökunni sem var á nóvemberfundinum (held hún sé upprunalega úr Gestgjafanum).

 5 msk. smjör

100 gr suðusúkkulaði, brætt saman í vatnsbaði.

 

3 egg, þeytt í létta froðu

3 dl sykur, sett saman við eggin og hrært vel áfram

 

1 1/2 dl hveiti,bætt útí

1 tsk salt, bætt útí

1 tsk vanilludropar

Svo er súkkulaðismjörbræðingnum bætt út í. Sett í ofnskúffu í miðjan ofn 175° og bakað í 15 mínútur. (mér fannst persónulega ofnskúffan aðeins of stór og minnkaði hana um 1/4)

Karmellukrem:

4 msk smjör

1 dl púðursykur brætt saman og hitað að suðu ca 1 mín, tekið af hellu og látið kólna aðeins. 

2 msk rjómi hrærður saman við.

 

150 gr pekanhnetur saxaðar

Þegar kakan hefur verið 15 mín í ofninum er hún tekin út, pekanhnetunum dreift yfir og svo er karmellukreminu hellt yfir svo er þessu skellt aftur í ofninn og bakað í aðrar 15 mínútur.

150 gr 56% súkkulaði saxað . Er stráð yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa aðeins. Svo skorið í bita.

Namminamm, kveðja Hildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband