16.11.2011 | 16:10
Súkkulaðistubbar
Hér kemur uppskrift af nammikökunni sem var á nóvemberfundinum (held hún sé upprunalega úr Gestgjafanum).
5 msk. smjör
100 gr suðusúkkulaði, brætt saman í vatnsbaði.
3 egg, þeytt í létta froðu
3 dl sykur, sett saman við eggin og hrært vel áfram
1 1/2 dl hveiti,bætt útí
1 tsk salt, bætt útí
1 tsk vanilludropar
Svo er súkkulaðismjörbræðingnum bætt út í. Sett í ofnskúffu í miðjan ofn 175° og bakað í 15 mínútur. (mér fannst persónulega ofnskúffan aðeins of stór og minnkaði hana um 1/4)
Karmellukrem:
4 msk smjör
1 dl púðursykur brætt saman og hitað að suðu ca 1 mín, tekið af hellu og látið kólna aðeins.
2 msk rjómi hrærður saman við.
150 gr pekanhnetur saxaðar
Þegar kakan hefur verið 15 mín í ofninum er hún tekin út, pekanhnetunum dreift yfir og svo er karmellukreminu hellt yfir svo er þessu skellt aftur í ofninn og bakað í aðrar 15 mínútur.
150 gr 56% súkkulaði saxað . Er stráð yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa aðeins. Svo skorið í bita.
Namminamm, kveðja Hildur
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.