29.11.2011 | 20:24
Dekurfundurinn 27.5.2011
Dekurfundurinn var að þessu sinni með breyttu sniði og frekar óhefðbundinn. Ákveðið var að fara á tónleika í Hörpu því nýja og glæsilega húsi og láta spænska strauma flæða um okkur.
Byrjað var á að borða í Munnhörpunni á neðstu hæð Hörpu og flestar okkar fengu sér smushi sem er nýstárleg útfærsla á smörrebröd og vínglas með til að hita upp fyrir tónleikana. Síðan héldum við upp á næstu hæð í tónleikasalinn Silfurberg þar sem spænska gleðisveitin Ojos de brujo, ein vinsælasta hljómsveit Spánar flutti kraftmikinn tónlistarkokteil sem hristur var saman úr flamenco, hiphopp, rúmbu, reggí og danstónlist. Tónleikarnir hófust með miklum látum og flæðandi flamenco takti og stóðu í 90 mín. Mikið stuð og mikill kraftur í hljómsveitinni.
Að loknum tónleikum langaði flestum að dansa meira og var því farið á Thorvaldsen og þar tók diskótónlistin við og könnuðumst við aðeins betur við þá tónlist og dansinn dunaði fram eftir nóttu og hélt síðan hver sína leið að því loknu. Skemmtilegt kvöld að lokum komið.
Mættar voru: Hildur, Magga, Lilja, Bryndís, Lilja Guðrún Íris Björg Ástrós, Steinunn, Auður, Ása, Guðrún Ásta, Linda Rós, Þyri og Linda Bára.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.