Leita í fréttum mbl.is

Jólafundur LC-8, mánudaginn 5. desember 2011

Halló kæru systur í LC-8.

Við erum spenntar að fá að hitta ykkur á mánudaginn og enn spenntari að fá að sjá gestina okkar aftur :D
Dagskrá kvöldsins hefst að þessu sinni klukkan 18:30 í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6, gengið inn að aftan.
Við munum bjóða upp á eitthvað matarkyns, skemmtilega og fræðandi dagskrá ásamt öðrum venjulegum fundarstörfum.
Því miður verðum við að vera svo ,,halló" að rukka gesti okkar um 3.000 krónur fyrir fundinn, en ef þær ganga í klúbbinn þá verðum við kannski nógu margar til að geta boðið gestum síðar meir :D
Hér er það fjöldinn sem er mátturinn :)

Vinsamlega látið okkur vita tímanlega svo við getum haft matinn á hreinu. Helst fyrir helgi.

Að síðustu viljum við minna ykkur á jólapakkaleikinn okkar góða ! Allir koma með gjöf að andvirði u.þ.b. 1.000 króna.

Sjáumst hressar á jólafundi. Væri ekki verra ef þið bæruð eitthvað jólalegt utan á ykkur til að skapa enn meiri stemmningu.

Laulau og Lilja Guðrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hó, hó, hó. Ég mun sko mæta og hlakka mikið til. :)

Jólakveðja, Lilja Guðrún.

Lilja Guðrún 30.11.2011 kl. 13:11

2 identicon

Hæ ég mæti og hlakka til að sjá ykkur Kv Nína

Nína Heimisdóttir 30.11.2011 kl. 13:15

3 identicon

ég mæti hlakka til :D

linda Rós Rúnarsdóttir 30.11.2011 kl. 13:52

4 identicon

Ég hlakka til að mæta og auglýsi þetta á alla gestina okkar !

Bið þær að melda sig hér

Hildur 30.11.2011 kl. 14:23

5 identicon

Takk fyrir skemmtilegan fund síðast, hlakka til að sjá ykkur á mánudaginn :)

Arna Óskars 30.11.2011 kl. 15:05

6 identicon

Ég mæti að sjálfsögðu:)

Sólrún 30.11.2011 kl. 16:54

7 identicon

Ég kemst því miður ekki, jólaboð í vinnunni minni.  Stefni á að mæta í jan.

Hrafnhildur Ólafsdóttir 30.11.2011 kl. 18:42

8 identicon

Sælar og takk fyrir skemmtilega fund síðast:) Ég mæti og hlakka mikið til!!

Íris Björg 30.11.2011 kl. 19:05

9 identicon

Mæti í jólaskapi :)

Lilja Þorkelsdóttir 30.11.2011 kl. 19:43

10 identicon

Sælar og takk fyrir boðið. Ég var því miður búin að bjóða fólki heim til mín þetta kvöld - en langar mikið að koma næst.

Unnur G. Magnúsdóttir 1.12.2011 kl. 10:24

11 identicon

'eg mæti í jólaskapi

Margrét Hannesdóttir 1.12.2011 kl. 11:34

12 identicon

ég mæti - hlakka til að sjá ykkur

Ástrós Friðbjarnardóttir 1.12.2011 kl. 17:11

13 identicon

Við Kristín mætum :) (gesturinn minn frá því síðast)

Linda Bára 2.12.2011 kl. 08:39

14 identicon

Ef ég er ekki of sein að melda mig þá ætla ég að mæta til ykkar,,

Ása Jóa 3.12.2011 kl. 18:01

15 identicon

Ég mæti og Steinunn  kemur með sem  gestur.

Guðrún Ásta 4.12.2011 kl. 17:06

16 identicon

Velkomin Ása :D Verður gaman að fá þig í heimsókn :D

Laulau 5.12.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband