13.3.2012 | 20:11
Fundargerð janúarfundar 9. janúar 2012
Fundurinn var haldinn í sal Farfuglaheimilisins í Laugardal, bar fundurinn yfirskriftina bókmenntir.
Fundur settur með því að Hildur formaður kveikti á kerti vináttunnar.
Gestafyrirlesari kvöldsins var Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur sem hélt fyrirlestur um mataræði Íslendinga og hvernig á að fara að því að létta sig. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur þar sem fjallað var vítt og breitt um mataræði og hvað að áliti Sigurjóns er að valda okkur skaða (offitu) af því sem við erum að innbyrða. Mjög skemmtilegt og áhugavert og voru miklar umræður á fundinum að fyrirlestri loknum.
Síðan var borinn fram matur frá Gló, grænmetissúpa, brauð og ávextir, að allra mati mjög ljúffengt.
Lesin upp fundargerð síðasta fundar og síðan lesin smásaga eftir Gyrði Elíasson sem hlaut Norðurlandaverðlaun bókmenntaráðs árið 2011.
Kynningarhringur og þrem mínútum slegið saman og var viðfangsefni þriggja mínútna í takt við fyrirlesturinn: hefur þú hugsað um að breyta mataræði/lífstíl og ætlar þú að gera eitthvað í því.
Fróðlegt var að heyra hvað fundarkonur höfðu gert og spáð í í gegnum tíðna og hvaða áhrif fyrirlesturinn hafði á þær. Fundi slitið.
Mættar: Hildur, Laulau, Lilja Guðrún, Lilja, Sólrún, Linda Bára, Linda Rós, Magga, Ástrós, Guðrún Ásta.
Gestir: Arna, Hrafnhildur, Ólöf, Klara.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.