Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð febrúarfundar 6. febrúar 2012

Fundarstaður:  Veitingahúsið Gamla Vínhúsið í Hafnarfirði

Hildur formaður setti fund með því að kveikja á kerti vináttunnar.  Fundargerð síðasta fundar lesin.  Fulltrúaráðsfundur kynntur sem verður 11.febrúar nk.

Kynningarhringur og segja átti frá ferðalögum, hverju mæli ég með og hvert langar mig að fara.  Margt áhugavert kom upp úr dúrnum; Ástralía, skíðaferðir, Grísku eyjarnar, Dubaí, Suður-Afríka, Bretland, Ameríka og m.fl.

Ljóð dagsins hét Sköpun eins og fundarefnið og er eftir Hjördísi Kvaran ungt ljóðskáld.

Fyrirlesar kvöldsins Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og handritshöfundur kom og sagði okkur frá því hvernig áramótaskaupið verður til, hvernig handritaskrif ganga fyrir sig og sagði okkur frá ýmsum verkefnum sem hún hefur unnið við og hvað væri væntanlegt.  Hún er einnig uppistandari í hjáverkum og sagði okkur frá því hvernig hún undirbýr sig fyrir það og við fengum smá "æfinga"uppistand sem tókst vel og vorum við sammála um að hún væri bara þrælfyndin og skemmtileg.

Þrjár mínútur voru þríþættar; Hafnarfjarðarbrandarar, sköpun, þ.e. segja frá því hvort við værum að skapa e.h. eða hvort við hefðum tekið þá ákvörðun að minnka við okkur kolvetnin sem talað var um á síðasta fundi og hvaða áhrif það hefur haft og merkilegt að segja frá því að þær sem minnkað höfðu kolvetni  sáu allar mikinn mun á þessum eina mánuði og verður spennani að fylgjast með framhaldinu. Fundi slitið.

Mættar:  Magga, Lilja Guðrún, Linda Rós, Guðrún Ásta, Ástrós, Laulau, Sólrún, Hildur, Lilja, Íris, Nína og Linda Bára.

Gestir: Ólöf og Steinunn.

HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband