Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð septemberfundar 3. sept. 2012

Fyrsti fundur vetrarins byrjaði við Ráðhús Reykjavíkur, þar hittumst við og biðum í óvissu um hvert skyldi haldið. Bryndís Garðarsdóttir leiðsögumaður tók á móti okkur og lóðsaði hún okkur um götur í miðbæ Reykjavíkur og fræddi okkur um hús, viðburði og margt annað sem gerst hafði á götum borgarinnar fyrr á öldum. Mjög skemmtilegt og fræðandi.

Bryndís endaði ferðina við Stjórnarráðið og fórum við þaðan á Caruso og kveiktum á kerti vináttunnar og tókum kynningarhring. Íris Björg formaður sagði okkur frá næstu tveimur fundum sem voru fyrirhugaðir, óvissuferð sem því miður féll niður og kynningarfund og hvaða hugmyndir hafði fyrir þá fundi og ræddum við ákvarðanir vegna þeirra. Íris sagði okkur einnig frá því að Ísland hefur verið samþykkt til að halda alþjóðafund á Akureyri árið 2015 sem verður án efa spennandi og munum við væntanlega taka þátt í því verkefni.

Samþykktum að nota Facebook til að auglýsa fundina ásamt póstinum.

 Matur á borð borinn og síðan tóku við 3 mínútur, áttum við að fjalla um hreyfingu og sumarfríið sem við höfðum flestar nýlokið við.

Ljóðalestur upp úr ljóðabók Guðrúnar Hreinsdóttur.

Mættar: Magga, Hrafnhildur Nína, Hildur, Ástrós, Lilja Guðrún, Íris Björg, Linda Rós, Arna, Guðrún Ásta, Sólrún og Lilja.

HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband