25.2.2013 | 18:15
Fundargerð janúarfundar 7. janúar 2012
Elín Þorgeirsdóttir sem er með fyrirtækið Afríka Ævintýraferðir kom að halda kynningu um Afríku og elda afrískan mat. Þegar konur gengu inn á fund á heimili Hildar var dásamlegur ilmur sem tók á móti þeim. Boðið var upp á baunasalat með chili, kjúklingarétt í chilisósu (Chapati) og ferskt salat með lauk, papriku, hvítlauk og fleiru góðu. Einnig var hún með hvít hrísgrjón og salat með mangó og fleiri framandi ávöxtum. Maturinn var eins og þetta hljómar alveg einstakur.
Þegar allar voru sestar setti Íris fundinn og kveikti á kerti vináttunnar og gáfu Magga og Hildur Elínu orðið.
Afríku Ævintýraferðir voru stofnaðar af Elínu og manni hennar Borgar 1997 er þau voru á ferðalagi þar með syni sína tvo. Fyrsta skrifstofan var því stofnuð í tjaldi í Kenýa. Þau bjóða upp á fjölbreyttar ferðir s.s. þemaferðir, kvennaferðir, gönguferðir á Kilimanjaro og Mt. Kenya og safariferðir. Þeirra helstu áfangastaðir eru austur-Afríka Kenya Uganda, Tanzanía og Rwanda.
Elín hefur farið á verndarsvæði að skoða górillur og gíraffastofn sem vel hefur tekist til við að endurreisa. Einnig hefur hún sótt sérstakt svæði sem ala upp fílsunga ef þeir missa móður sína ungir. Hver ungi þarf fílahirðir sem fylgja þeim öllum stundum, jafnvel á nóttunni því fílsungar þurfa mikla umhyggju.
Þau safna pening hér heima til að styrkja hin ýmsu verkefni þar eins og ABC, lítið barnaheimili sem rekið er af konu að nafni Yvonne og svo Joyce sem er vinkona þeirra og eldar daglega mat ásamt fleirum fyrir munaðarlaus börn í Kenya.
Hún sýndi okkur myndir og talaðir um staði og svæðin sem einungis hafa sést á stóra tjaldinu. Sýndi okkur muninn á því hvernig hvíti maðurinn býr og svo innfæddur. Sagði okkur skemmtilegar sögur af hennar upplifun um fólkið, hvernig það er, gestrisni og fleira. Var gaman að hlusta á hana og eru eflaust margar konur spenntar fyrir slíkri skemmtiferð eftir þetta.
Eftir fyrirlesturinn var kynningarhringur og um leið spurt: "Hvað er mest framandi land sem þú hefur farið til?" Lönd eins og Ungverjaland, Tyrkland, Thaíland, Dubaí, Ástralía, Kúba og svo hefur Magga farið í hina alræmu Afríkuferð með Round Table árið 2006.
Þá fengu allir kaffi og heimabakaðar múffur frá Möggu en uppskriftin er á afrika.is sem er heimasíða Ævintýraferða Afríku.
Þá var rætt um aukakostnað fyrir haustfund stjórnar. Hvort væri ekki vissara að hver og ein borgi aukalega fyrir sumarabústaðaferð. Íris ætlaði að senda tölvupóst um það þar sem ekki allar konur voru mættar og biðja okkur að kjósa um það.
RT8 verður með árshátíðina á næsta ári (2014) Höfðu þeir sent fyrirspurn um hvaða LC klúbbur hafi áhuga á að vera með þeim að halda hana. Þar sem við í áttunni komum sterklega til greina og spurning er hvort við hefðum áhuga á að demba okkur í slíkt. Var mikill áhugi hjá sumum en minni hjá öðrum svo Íris ákvað einnig að senda tölvupóst um það og biðja um kosningu á netinu.
Fundi slitið og slökkt á kerti vináttunnar.
Mættar:Íris Björg, Linda Rós, Hildur, ARna, Guðrún Ásta, Ástrós, Margrét, Linda Bára, Hrafnhildur, Hildur og Lilja Guðrún,ritari.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.