27.2.2013 | 22:53
Marsfundur LC-8 (mánudaginn 4. mars kl. 19:00)
Þá er komið að marsfundinum sem haldinn verður á Kaffi París (niðri).
Gestur okkar að þessu sinni verður Þórunn Ívarsdóttir stílisti. M.a. ætlum við að fræðast eilítið um liti sem klæða hár-, húð- og augnliti okkar og kennslu í skipulagningu - og árstíðaskiptum fataskáp. Lumar Þórunn á ýmsum góðum ráðum og því gott að koma með spurningar í farteskinu, eins og t.d. „ í hvað síðum jakka á ég að vera við pils eða buxur“ ? :)
Fundurinn verður svo að sjálfsögðu með hefðbundnu sniði:
Ø Kynningarhringur
Ø Fundargerð frá síðasta fundi
Ø Ljóð
Ø 3 mínútur: „Uppáhalds litur (af hverju) - hefur þú farið/ hugleitt að fara til stílista? “
Ø Önnur mál
Fjórir réttir eru í boði og biðjum við ykkur um að staðfesta hér á síðunni fyrir sunnudag hvað þið viljið:
· Fiskur dagsins
· Kjúklingasalat
· Ostborgari
· Beikonborgari
Gestir velkomnir og er gjaldið kr. 3000.-
Hlökkum til að sjá ykkur
Knús & kveðja
Linda Bára og Guðrún Ásta
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Athugasemdir
ég mæti og vel kjúklingasalatið
Ástrós 28.2.2013 kl. 08:49
Hlakka til að mæta og ég vel kjúklingasalatið.. gamla góða !
Hildur 28.2.2013 kl. 13:19
Sælar ég mæti og vel kjúklingasalat.
Lilja Þorkelsdóttir 28.2.2013 kl. 14:16
Fiskur dagsins takk :)
Linda Rós 28.2.2013 kl. 21:47
Ég kem, ætla að skella mér á fisk dagsins.
Hrafnhildur Ólafsdóttir 1.3.2013 kl. 00:03
Sælar, ég mæti og vel kjúklingasalatið. Eyrún gesturinn okkar vill fá kjúklingasalat :)
Íris Björg 1.3.2013 kl. 09:36
Sælar.
Mér þykir það mjög leitt en ég kemst því miður ekki á fundinn.
Hann hljómar mjög spennandi. Góða skemmtun. :)
Kveðja, Lilja Guðrún.
Lilja Guðrún 1.3.2013 kl. 09:59
Hæhæ, ég kem og vel kjúklingasalatið :)
Arna 1.3.2013 kl. 09:59
Ég mæti og er til í fisk dagsins
Sólrún 1.3.2013 kl. 17:24
Ég mæti og vel kjúllasalatið. Hildur kemur með og hún vil beikonborgara.
Guðrún Ásta 2.3.2013 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.