Leita í fréttum mbl.is

Marsfundur LC-8 (mánudaginn 4. mars kl. 19:00)

Þá er komið að marsfundinum sem haldinn verður á Kaffi París (niðri).  

Gestur okkar að þessu sinni verður Þórunn Ívarsdóttir stílisti. M.a. ætlum við að fræðast eilítið um liti sem klæða hár-, húð- og augnliti okkar og kennslu í skipulagningu - og árstíðaskiptum fataskáp. Lumar Þórunn á ýmsum góðum ráðum og því gott að koma með spurningar í farteskinu,  eins og  t.d. „ í hvað síðum jakka á ég að vera við pils eða buxur“ ? :)

Fundurinn verður svo að sjálfsögðu með hefðbundnu sniði:

Ø  Kynningarhringur

Ø  Fundargerð frá síðasta fundi

Ø  Ljóð

Ø  3 mínútur: „Uppáhalds litur (af hverju) - hefur þú farið/ hugleitt að fara til stílista? “

Ø  Önnur mál

Fjórir réttir eru í boði og biðjum við ykkur um að staðfesta hér á síðunni fyrir sunnudag hvað þið viljið:

·         Fiskur dagsins

·         Kjúklingasalat

·         Ostborgari

·         Beikonborgari

Gestir velkomnir og er gjaldið kr. 3000.-

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Knús & kveðja

Linda Bára og Guðrún Ásta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég mæti og vel kjúklingasalatið

Ástrós 28.2.2013 kl. 08:49

2 identicon

Hlakka til að mæta og ég vel kjúklingasalatið.. gamla góða !

Hildur 28.2.2013 kl. 13:19

3 identicon

Sælar ég mæti og vel kjúklingasalat.

Lilja Þorkelsdóttir 28.2.2013 kl. 14:16

4 identicon

Fiskur dagsins takk :)

Linda Rós 28.2.2013 kl. 21:47

5 identicon

Ég kem, ætla að skella mér á fisk dagsins.

Hrafnhildur Ólafsdóttir 1.3.2013 kl. 00:03

6 identicon

Sælar, ég mæti og vel kjúklingasalatið. Eyrún gesturinn okkar vill fá kjúklingasalat :)

Íris Björg 1.3.2013 kl. 09:36

7 identicon

Sælar.

Mér þykir það mjög leitt en ég kemst því miður ekki á fundinn.

Hann hljómar mjög spennandi. Góða skemmtun. :)

Kveðja, Lilja Guðrún.

Lilja Guðrún 1.3.2013 kl. 09:59

8 identicon

Hæhæ, ég kem og vel kjúklingasalatið :)

Arna 1.3.2013 kl. 09:59

9 identicon

Ég mæti og er til í fisk dagsins

Sólrún 1.3.2013 kl. 17:24

10 identicon

Ég mæti og vel kjúllasalatið. Hildur kemur með og hún vil beikonborgara.

Guðrún Ásta 2.3.2013 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband