18.3.2013 | 21:12
Fundargerð febrúarfundar 2013
Fundargerð febrúafundar 4. febrúar 2013 Fundarstaður, Skógarhlíð 14 í húsi Landhelgisgæslunnar. Fundur settur og kveikt á kerti vináttunnar.Byrjað á því að bjóða upp lætt fæði , pítur og drykki og létt spjall í upphafi fundar. Linda Rós hóf síðan fundinn með því að kynna alþjóðadag Ladies Circle sem haldinn verður 11. Febrúar nk. Hvatti hún félagskonur að fjölmenna á þennan dag en dagskráin hafði ekki alveg verið mótuð.Síðan var komið að fyrirlesara kvöldsins. Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfr., ljósmóðir og starfsmaður Rauða Krossins kom og sagði okkur í máli og myndum frá starfi sínu hjá Rauða Krossinum sl. 18 ár. Hefur hún m.a. unnið í Afganistan, fyrrum Júgóslavíu, Tasmaníu, N-Kóreu, Súdan, Íran, Malavi og Írak svo e.h. sé nefnt.Til þess að gerast sjálfboðaliði hjá Rauðakrossinum þarf einnar viku undirúningsnámskeið sem haldið er á þeirra vegum í Munaðarnesi og síðan getur fólk farið að vinna sem sjálfboðaliðar um víða veröld. Ótrúlega áhugavert var að sjá á myndum hennar frá Súdan, Íran Malawi og Írak það sem hún hafði upplifað og allt fólkið sem hún hafði komist í kynni við við alls konar aðstæður, allir brosandi. Hún talaði um hve alnæmi er útbreitt og mikið er um munaðarlaus börn. Einnig minntist hún á tombólubörnin svo kölluðu á Íslandi og hvað gert er við peninga sem þau safna, en fyrir þá peninga eru t.d. keypt útileikföng fyrir krakka svo sem rólur og vegasalt. Eins eru íslenskar konur að próna fyrir ungabörn og senda út á vegum Rauða Krossins ungbarnapakka svo kallaða og það kemur sér mjög vel þangað sem þeir fara.Endaði hún síðan kynninguna á síðustu ferð sinni sem var í Írak þar sem hún kom á stofn heilsugæslu ásamt innlendum læknum. 

Mættar: Hrafnhildur, Sólrún, Linda Bára, Ástrós, Hildur, Guðrún Ásta, Lilja, Arna, Hildur, Lilja Guðrún, Linda Rós og Íris Björg.Gestir: Hugrún og Ragnheiður.
Ótrúlega áhugaverður fyrirlestur.
Kynningarhringur.Fengum tvo gesti á fundinn, Hugrúnu landsforseta og Ragnheiður Lilja ritari landsstjórnar. Hugrún landsforseti sagði okkur frá starfi landsforseta og alþjóðastarfi og fleiri verkefnum sem hún sinnir. Talaði um AGM sem verður á Akureyri 2015 og vantar konur í nefndir til undirbúnings fundarins. Hægt að sjá á youtube AGM 2015/round table fimman. Eins auglýsti hún laus embætti fyrir næsta ár, vefstjóra og vara landsforseta. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna.Þar næst kynnti Íris niðurstöður könnunar vegna þátttöku í árshátíð með Round Table 8 og tímasetningu fyrir haustferð klúbbsins.Ljóðalestur. Til Eigins e. Guðrúnu Hreinsdóttur. Fundi slitið.


Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.