Leita í fréttum mbl.is

Desember fundargerð 2012

  

 

Jólafundur 3. desember 2012

Jólafundurinn byrjaði í dansskóla Jóns Péturs og Köru í Valsheimilinu þar sem okkur voru kenndir dansar, Gangnam Style og diskódans ásamt fleirum. Skemmtum okkur konunglega við að reyna að ná öllum þessum sporum og töktum sem fylgir því að verða góður dansari sem við verðum kannski ef við æfum okkur enn meira.

Fórum síðan upp á Landspítala á deild11B og héldum okkar jólafund. Íris  Björg kveikti á kerti vináttunnar og setti fundinn. Veitingar voru á borð bornar og voru alls kyns kræsingar í boði.

Kynningarhringur.

Ljóð: Lesin voru tvö ljóð að þessu sinni, Aðventuljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Brosið eftir Guðrúnu Hreinsdóttur.

Íris Björg kynnti það helsta sem hafði komið fram á fulltrúaráðsfundi og kynnti væntanlegan alheimsfund sem verður í Zambíu 2013.

Árshátíð sem verður 3.-5. maí á Húsavík.

Rætt aukið samstarf á milli klúbba.

Skila þarf inn grein í Rokkinn í febrúar.

Síðan voru 3 mínútur og áttum við að fjalla um jólaminningar góðar og slæmar.

Að lokum var pakkaleikur í anda jólanna. Skiptumst á litlum jólapökkum og þökkuðum fyrir okkur og fórum heim sælar og glaðar með jólaanda í brjóstum okkar.

 

Mættar: Arna, Guðrún Ásta, Ástrós,Lilja, Magga, Hildur, Lilja Guðrún, Sólrún, Íris Björg og Nína.

Gestir:Steinunn og Hildur.

 HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband