Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Aprílfundur /Ađalfundur stjórnar

Ađalfundur LC-8

Haldinn 12.apríl 2010 á heimili Lilju Guđrúnar formanns ađ Sörlaskjóli vestur í bć.

Mćttar voru: Ása, Björk, Sólrún, Laulau, Lilja Guđrún, Nína, Hildur, Magga, Steinunn, Bergţóra og Auđur.

Gestir voru 5, Lilja, Linda Rós, Bryndís og Linda Bára sem voru vígđar inn seinna um kvöldiđ og Hugrún úr LC-2 sem kom til ađ hvetja okkur til ţáttöku á árshátíđ og helgina 23.-24.apríl.

Fundur settur kl.19.15, kveikt á kerti vináttunnar og haldinn kynningarhringur.

3 mín. voru međ öđru sniđi en venjulega. Fariđ í leik ţar sem hver kona dró 2 spjöld úr stokki (afmćlisgjöf frá LC6 systrum) annađ spjald međ spurningum og hitt međ svörum. Viđkomandi las spurningu og sessunautur gefur svar af sínu spjaldi. Ţetta vakti mikla lukku enda fórum viđ á hvolf af hlátri.

Lilja og Laulau vígja inn nýja félaga (nöfn ţeirra koma fram ofar í texta) međ pompi og prakt. Lesiđ er upp úr félagatali um starf LC og konum fćrđar rós, félagatal, hjörtu međ nöfnum ţeirra og međlimaskjal. Ađ sjálfsögđu var smellt af nokkrum sćtum myndum af vígslunni.

Skýrsla formanns verđur frestađ vegna veikinda en verđur send til félaga í tölvupósti síđar.

Nína kynnir efnahagsreikning klúbbsins og er rćtt um hćkkun gjalda frá 2500 upp í 3000. Var ţađ samţykkt en sú hćkkun tekur ekki gildi fyrr en 1.september.

Linda Rós nýkrýnd LC skvísa sýndi áhuga á ađ auglýsa í félagatalinu okkar.

Kosning nýrrar stjórnar:

Formađur: Guđlaug Hildur Birgisdóttir - Laulau

Varaformađur: Hildur Guđmundsdóttir

Gjaldkeri: Nína Guđrún Heimisdóttir

Ritari: Auđur Árnadóttir

Međstjórnandi: Lilja Guđrún Jóhannesdóttir

Siđameistari: Ása Jóhannsdóttir

 

Fráfarandi úr stjórn:

Ása Jóhannsdóttir og Steinunn Zophaniasdóttir

 

Fundargerđ síđasta fundar lesin upp án athugasemda.

Loks voru á borđ bornar krćsingar af hollum og minna hollum gerđum. Allt rann ţetta ljúflega niđur í svanga maga okkar systra.

Afmćlisbörn vetrarins ţćr Magga og Nína voru fćrđar gjafir í fljótandi formi og sýndist okkur ţćr vera nokkuđ sáttar viđ valiđ.

Besti fundur vetrarins valinn. Fundarhaldarar áttu ađ semja ljóđ um fundinn sinn og flytja ţađ fyrir klúbbmeđlimi. Ađ ţessu sinni fengu Steina og Auđur verđlaun fyrir rappljóđ um marsfundinn.

Mćtingardrottining vetrarins var einnig valin og krýndi međ kórónu og sprota, sú heppna var Magga enda fer henni einstaklega vel ađ bera kórónu og sprota.

Eins og lesa má ađ ofantöldu efni ţá var mikiđ um kynningar og val á hinu og ţessu á Ađalfundi okkar í apríl. En allt gekk ţetta vel og mikiđ gaman hjá okkur eins og ávallt.

Fundi slitiđ rétt fyrir 23.

 

Auđur Árnadóttir  fundarritari.

 


Ađalfundur LC8.

Sćlar stelpur. 

 

Ađalfundur áttunnar verđur haldin ađ heimili formanns, mánudaginn 12.apríl 2010 kl.19:30.

 

Fundur settur.

Lögmćti fundar kannađ 

Kynningarhringur

3 mínútur - spil frá LC6

Vígsla nýrra međlima

Skýrsla formanns

Ársreikningar lagđir fram til samţykkis.

Kosning nýrrar stjórnar

Kosning endurskođanda

Stjórnarskipti

Matur

Afmćlisbörn LC-ársins hylltar

Kosning um besta fundinn.

Mćtingarverđlaun - hver hefur besta mćtingu?

Fundi slitiđ

 

 Stjórnin býđur upp á ljúffenga rétti og tertur í eftirrétt. 

Áćtluđ fundarlok kl.22:30

 

Lilja Guđrún. 

Formađur.

 


1. mars, Afmćlissöngur

Mars fundur LC-8.

Fundurinn var haldinn í húsakynnum Icepharma, Lynghálsi (vinnustađur Steinunnar).

Fundurinn byrjar stundvíslega kl.19:40 međ flottum fyrirlestri fluttum af Guđjóni Bergmann jógakennara međ meiru. Tvinnar hann saman tveim fyrirlestrum sem hann styttir niđur í einn og hálfan tíma.

Frćđir hann okkur um heildrćna heimspeki og hingar sjö mannlegu ţarfir sem honum tókst vel ađ koma til skila. Fyrirlesturinn kom manni til ađ hugsa meira inn á viđ og er sannarlega ţörf á ţví í ţjóđfélaginu okkar í dag og hvađ ţađ er mikilvćgt ađ sinna öllum ţáttum okkar jafnt ţ.e bćđi andlega, líkamlega og huglćga.

Viđ upplifum hlutina á mismundandi hátt, ekkert er alrétt eđa alrangt. Spurningin er, hvađa gleraugu setjum viđ upp til ađ skođa lífiđ og tilveruna.

Guđjón hefur lesiđ mikiđ eftir Ken Wilber sem hann segir vera upphafsmann ađ heildrćnni heimspeki. Var Wilber ađeins 23 ára ţegar hann skrifađi sína fyrstu bók.

Hinar sjö mannlegur ţarfir okkar eru taldar vera:

o       1. Ţörf fyrir öryggi

o       2. Ţörf fyrir spennu og sköpun

o       3. Ţörf fyrir einstaklingsstyrk og sjálfstraust

o       4. Ţörf fyrir kćrleika og tengsl

o       5. Ţörf fyrir tjáningu og framlag

o       6. Ţörf fyrir visku og vöxt

o       7. Ţörf fyrir andlega tengingu eđa tilgang

Verđur ekki fariđ nánar í fyrirlesturinn en Guđjón mun senda Steinunni glćrurnar svo viđ ćttum ađ geta nálgast meir upplýsingar ţar.

Steinunn sćkir síđbúnn kvöldverđ, gómsćtar pizzur frá Rizzo sem viđ áttum ekki í vandrćđum međ ađ koma niđur ásamt heimalagađir hvítlauskolíu.

Auđur les ljóđ eftir skáld vetrarins, Vilborgu Dagbjartsdóttur sem heitir Morgunsöngur útivinnandi húsmóđur.

3 mínútur ţar sem klárađ var frá síđasta fundi ađ segja frá degi í vinnunni okkar.

Lilja minnir á ađalfund okkar og óskar eftir varaformann og ritara fyrir nćsta ár. Hildur býđur sig fram til varaformanns og ritari verđur vonandi fundinn á ađalfundinum.

Minnst var á árshátiđ LC og RT ţann 24.apríl, ekki miklar undirtektir en vonandi breytist ţađ ţegar nćr dregur.

Mćttar voru: Steinunn, Lilja Guđrún, Magga, Sólrún, Hildur, Nína, Ása, Bergţóra og Auđur ásamt 6 gestum ţar á međal ein úr LC-2.

Auđur Árnadóttir, fundarritari.


Marsfundur LC-8

Marsfundur LC-8 verđur haldinn ţriđjudaginn 2. mars 2010 í húsakynnum Icepharma, Lynghálsi 13.

Guđjón Bergmann kemur og fćrir okkur fróđlega blöndu af tveimur fyrirlestrum úr fyrirlestraröđ sinni:  Hinar sjö mannlegu ţarfir og Heildrćn heimspeki

 

Kynningarhringur

Gúffum í okkur gómsćtar pizzur frá Rizzo

Ljóđ eftir skáld vetrarins

Ţrjár mínútur ţar sem viđ tökum upp ţráđinn frá síđasta fundi og segjum frá degi í vinnunni okkar        Önnur mál - fundarlok áćtluđ kl. 22:30  Hlökkum til ađ sjá ykkur   Grin Steinunn og Auđur

1.febrúar, Afmćliskort.

Febrúarfundur LC-8

Fundurinn var haldinn í húsakynnum Rannís( Rannsóknarmiđstöđ Íslands) og á veitingarstađnum Caruso. Báđir ţessir stađir eru stađsettir á Laugaveginum.

Fyrsta mál á dagskrá var kynning Ađalheiđar Jónsdóttur á sínu sérsviđi innan fyrirtćkisins sem eru alţjóđamál. Bađ hún hópinn um ađ segja stuttlega frá hvađan viđ erum ćttuđ og hvar viđ búum.

Rannís veitir stuđning viđ rannsóknartengt efni, nám, tćkniţróun og nýsköpun.

Heyrir undir menntamálaráđuneytiđ og skiptist í ţrjú megin sviđ.

ü      Umsýsla sjóđa

ü      Greiningar

ü      Alţjóđastarf

Sameiginlega markmiđiđ er ađ efla samstarf hagsmuna ađila.

Viđ fengum uppgefnar vefsíđur ţar sem hćgt er ađ kynna sér betur ţetta viđamikla efni.

ˇ        www.evropusamvinna.is

ˇ        www.lme.is

ˇ        www.evrovisir.is 

ˇ        www.norraentsamstarf.is 

Á ţessum vefsíđum er hćgt ađ kynna sér: Menntaáćtlun Evrópusambandsins, Evrópa ungafólksins og 7.Rannsóknaráćtlun Evrópusambandsins.

Mjög skemmtilegt og frćđandi erindi enda vöknuđu margar áhugaverđar spurningar međal hópsins.

Fariđ á veitingarstađinn Caruso, snćddur kvöldverđur og áframhaldandi fundarhöld.

Lilja kveikir á kerti vináttunnar og Laulau kynnir niđurstöđur könnunar um ferđ til Bruge, ţar sem hópurinn kom sér saman um ađ gera maí fundinn „extra“ spennandi međ ţeim fjármunum sem annars hefđu veriđ notađir í Bruge ferđina.

Björk les verk eftir Vilborgu, skáld vetrarins sem heitir Reynsla.

3 mínútur ţar sem sagt var frá degi í vinnunni okkar. Viđ erum greinilega áhugasamar um vinnu okkar ţví töluvert meiri tími en 3 mín. voru notađar svo ađ hluti hópsins bíđur međ sína kynningu til nćsta fundar. Mjög áhugavert ađ heyra hvađ viđ sýslum viđ í vinnunni og kemur ţađ í ljós ađ viđ getum vel haldiđ fyrirlestur um ţađ efni á okkar fundum.

Siđameistari tekur upp baukinn og sektar sem aldrei fyrr enda vant viđ látin sl. 2 fundi.

Fundi slitiđ rúmlega 23.

Auđur Árnadóttir, fundarritari.


11. janúar, Afmćlisterta.

Janúarfundur LC-8 var haldinn ţann 11.janúar 2010 ađ Farfuglaheimilinu í Laugardal.

Fundur settur ţegar kveikt var á kerti vináttunnar .

Byrjađ var ađ nćra sig og var maturinn ađ ţessu sinni frá veitingarstađnum Saffran. Kynningarhringur og 3 mín var sameinađ og kynntum viđ hvor fyrir annari bókina(bćkurnar) sem viđ lásum yfir jólin. Spannađi ţađ allt frá miklum frćđibókum til dagblađa og tímarita.

Fyrirlesari kvöldsins var Sigrún Pálsdóttir verkefnastjóri  Landverndar međ kynningu á verkefninu Vistvernd í verki  sem er alţjóđlegt umhverfisverkefni.GAP (Global Action Plan for the Earth). Verkefniđ er viđurkennt af sameinuđuţjóđunum og tilgangur međal annars ađ:

ü      Efla hugsun um umhverfiđ og umgengni viđ auđlyndir jarđar.

ü      Starfađ í hópum ,visthópastarf

ü      Unniđ í samstarfi viđ sveitarfélögin á Íslandi

ü      Einblína á lausnir í stađ vandamála

ü      Hýst af Landvernd frá ´99

ü      Umhverfisvćnni rekstur heimila og fyritćkja: međhöndlun sorps, orku, innkaupa og samgöngur.

Fleira kom ţarna fram sem ekki verđur upp taliđ,en mjög áhugavert og margar spurningar vöknuđu. Fengum afhenta bćklinga okkur til glöggvunar.

Kaffihlé ţar sem Hildur bar fram heimabakađar marenstertur sem vel flestar kunnu vel ađ meta.

Ása segir frá afmćliskvöldinu okkar ţar sem 80 konur voru samnkomnar og skemmtu sér vel,enda vel heppnađ. Myndasýning frá kvöldinu og  tóku átturnar sig bara nokkuđ vel út,mikiđ hlegiđ og vonum viđ ađ gestirnir hafi skemmt sér jafn vel viđ áhorfiđ.

Lilja minnir á frímerkin sem landstjórnin í Danmörku ćtlar ađ koma í verđ til styrktar góđgerđarmála.

Fundi slitiđ.

Mćttar voru:Hildur, Lilja, Nína, Bergţóra, Laulau, Magga, Auđur, Ása, Björk, Ása Lára og Sólrún

Gestir voru  6

Umsjónarmenn janúarfundar voru Ása Lára og Hildur.

Auđur Árnadóttir, fundarritari.


Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eđa LC, er alţjóđlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuđla ađ ţví ađ konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alţjóđlega skilning og vináttu. Einkunnarorđ klúbbsins er Vinátta, umburđarlyndi, tillitssemi, heiđarleiki, jákvćđni og náungakćrleikur.

Fćrsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband