Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Jólafundur LC-8, mánudaginn 5. desember 2011

Halló kæru systur í LC-8.

Við erum spenntar að fá að hitta ykkur á mánudaginn og enn spenntari að fá að sjá gestina okkar aftur :D
Dagskrá kvöldsins hefst að þessu sinni klukkan 18:30 í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6, gengið inn að aftan.
Við munum bjóða upp á eitthvað matarkyns, skemmtilega og fræðandi dagskrá ásamt öðrum venjulegum fundarstörfum.
Því miður verðum við að vera svo ,,halló" að rukka gesti okkar um 3.000 krónur fyrir fundinn, en ef þær ganga í klúbbinn þá verðum við kannski nógu margar til að geta boðið gestum síðar meir :D
Hér er það fjöldinn sem er mátturinn :)

Vinsamlega látið okkur vita tímanlega svo við getum haft matinn á hreinu. Helst fyrir helgi.

Að síðustu viljum við minna ykkur á jólapakkaleikinn okkar góða ! Allir koma með gjöf að andvirði u.þ.b. 1.000 króna.

Sjáumst hressar á jólafundi. Væri ekki verra ef þið bæruð eitthvað jólalegt utan á ykkur til að skapa enn meiri stemmningu.

Laulau og Lilja Guðrún.


Fyrsti fundur vetrarins 5. september 2011 Hreyfing

Fyrsti fundur vetrarinst byrjaði á hreyfingu.  Veitir ekki af að hrista okkur aðeins saman eftir sumarið. 

Fórum til hennar Elínar í Robe Yoga þar sem hún kynnti fyrir okkur heimspekina á bak við Robe Yoga.  Robe Yoga snýst um þakklætis hugarástand.  Og kenningin er einföld.  "Verum breytingin."  Rope Yoga gengur út á það að við séum breytingin sem til er ætlast og við berum ábyrgð á því hvað ætlast er til af okkur í framtíðinni.  Robe Yoga er tæki að ráða frammúr þeirri tilvistarkreppu, sem svo mörg okkar eru að kljást við daglega. Lífið er ekkert annað en ferli sem þarf að sinna og rækta. Það þarf að næra hug okkar og líkama til að við getum tekist á við þau verkefni sem lífið ber í skauti sér.  Elín kenndi okkur á einfaldan hátt að nota böndin og og sagði okkur hvaða árangur fylgir þessari tækni.

Þeir sem stunda Robe Yoga fylgja eftir hvetjandi sjö þrepa kerfi, sem vekur þá til umhugsunar en þau eru:

  • 1.  Vakna til vitundar.
  • 2.  Vera ábyrgur.
  • 3. Ásetningur þinn.
  • 4. Trúfesta.
  • 5. Að leyfa framgang.
  • 6. Innsæi.
  • 7. Þakklæti. 

Að þessu loknu var farið á HaPP sem er grænmetisveitingastaður í Austurstræti.  Hjá HaPP er áhersla lögð á gæði og virkni fæðunnar á líkamann til að fyrirbyggja og meðhöndla lífstílssjúkdóma.  Þar er grænmeti, hráfæði og hollur matur almennt í hávegum hafður og fengum við einn slíkan rétt, grænmetislasagna og dýrindis  hráfæðis súkkulaðiköku á eftir. 

Kveikt var á kerti vináttunnar og Hildur formaður kynnti fulltrúaráðsfund sem stóð fyrir dyrum og einnig næsta fund okkar ágæta klúbbs sem var sumarbústaðaferð í Borgarnes og hljómaði það mjög spennandi. 

Kynningarhringur og 3 mínútur voru hafðar saman að þessu sinni og áttum við að tala um hreyfingu.

Mættar:  Hildur, Íris, Magga, Lilja, Nína, Sólrún Linda Rós, Þyri, Ástrós, Guðrún Ásta, Laulau.

HeartHeartHeart


Fundargerð októberfundar LC-8 í Borgarnesi 2011

 Farið var í borgarferð til Borgarness og gist þar í ömmulegu húsi eina nótt.Átta skvísur úr LC-8 voru mættar, Hildur, Linda Bára, Magga, Lilja Guðrún, Sólrún, Nína, Ástrós og Guðrún Ásta.Allar voru þær mættar kl. 15 og byrjaði helgin á detoxi ( þ.e. ávöxtum í skál).Svo var farið í gönguferð um nánasta umhverfi, fórum á ljósmyndasýningu í Safnahúsi Borgarness, þar sem tók á móti okkur Guðrún Jónsdóttir og leiddi okkur um sýninguna. Allar vorum við sammála að þetta var skemmtileg og fróðleg sýning um börn í 100 ár og þær breytingar sem hafa orðið á samfélagi okkar á þessum tíma.Svo var kíkt á Bjössaróló og við flýttum okkur heim í langþráðan drykk...Fundur var settur og kveikt á kerti vináttunnar, sagt var frá fulltrúaráðsfundinum sem Hildur, Íris og Magga mættu á. Næsta árshátið verður haldin í Vestmannaeyjum, fáum kynningardisk fljótlega. Áhersla var lögð á að fjölmenna á næsta AGM fundi sem verður haldin í Svíþjóð í ágúst á næsta ári og sú frábæra hugmynd kom fram að flott yrði að klæðast Sollu stirðu búningi ! Þannig gætum við auglýst landið okkar og aukið líkur á að AGM verði á Akureyri 2015. Einnig var rætt um alheimstarf LC, styrk til Eþiopíu v/vatns og einnig ætlum við að læra söng og dans LC ( ekki hægt þarna vegna tæknilegra örðuleika).Rætt var um að styrkja Hjördísi fyrrum LC-8 systur sem hefur átt við erfið veikindi að stríða.  Ákveðið var að við myndum styrkja hana um 1000-2000 hver og svo 1000 mótframlag frá LC-8 á móti og þannig myndum við e.t.v. ná 30.000.- Formaður ætlar að senda bréf á allar með upplýsingum.Ýmsar skemmtilegar uppástungur voru varðandi fjölgunarfundinn.Súpa var borin á borð, kynningarhringur + 3 mínútur fjölluðu um það hvar við vorum aldar upp og það var reglulega gaman að heyra um það frá LC-systrum.

Sátum svo saman og góðu yfirlæti fram á nótt, vöknuðum hressar og héldum heim á leið endurnærðar eftir dvöl í Borgarnesi.                                    

Hildur formaður.

Dekurfundurinn 27.5.2011

Dekurfundurinn var að þessu sinni með breyttu sniði og frekar óhefðbundinn.  Ákveðið var að fara á tónleika í Hörpu því nýja og glæsilega húsi og láta spænska strauma flæða um okkur.

 Byrjað var á að borða í Munnhörpunni á neðstu hæð Hörpu og flestar okkar fengu sér smushi sem er nýstárleg útfærsla á smörrebröd og vínglas með til að hita upp fyrir tónleikana.  Síðan héldum við upp á næstu hæð í tónleikasalinn Silfurberg þar sem spænska gleðisveitin Ojos de brujo, ein vinsælasta hljómsveit Spánar flutti kraftmikinn tónlistarkokteil sem hristur var saman úr flamenco, hiphopp, rúmbu, reggí og danstónlist.  Tónleikarnir hófust með miklum látum og flæðandi flamenco takti og stóðu í 90 mín.  Mikið stuð og mikill kraftur í hljómsveitinni.

Að loknum tónleikum langaði flestum að dansa meira og var því farið á Thorvaldsen og þar tók diskótónlistin við og könnuðumst við aðeins betur við þá tónlist og dansinn dunaði fram eftir nóttu og hélt síðan hver sína leið að því loknu.  Skemmtilegt kvöld að lokum komið.

Mættar voru:  Hildur, Magga, Lilja, Bryndís, Lilja Guðrún Íris Björg Ástrós, Steinunn, Auður, Ása, Guðrún Ásta, Linda Rós, Þyri og Linda Bára.

HeartHeartHeart

 


Súkkulaðistubbar

Hér kemur uppskrift af nammikökunni sem var á nóvemberfundinum (held hún sé upprunalega úr Gestgjafanum).

 5 msk. smjör

100 gr suðusúkkulaði, brætt saman í vatnsbaði.

 

3 egg, þeytt í létta froðu

3 dl sykur, sett saman við eggin og hrært vel áfram

 

1 1/2 dl hveiti,bætt útí

1 tsk salt, bætt útí

1 tsk vanilludropar

Svo er súkkulaðismjörbræðingnum bætt út í. Sett í ofnskúffu í miðjan ofn 175° og bakað í 15 mínútur. (mér fannst persónulega ofnskúffan aðeins of stór og minnkaði hana um 1/4)

Karmellukrem:

4 msk smjör

1 dl púðursykur brætt saman og hitað að suðu ca 1 mín, tekið af hellu og látið kólna aðeins. 

2 msk rjómi hrærður saman við.

 

150 gr pekanhnetur saxaðar

Þegar kakan hefur verið 15 mín í ofninum er hún tekin út, pekanhnetunum dreift yfir og svo er karmellukreminu hellt yfir svo er þessu skellt aftur í ofninn og bakað í aðrar 15 mínútur.

150 gr 56% súkkulaði saxað . Er stráð yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa aðeins. Svo skorið í bita.

Namminamm, kveðja Hildur

 


Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband