Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Fundargerð kynningarfundar 7. nóv. 2011

Sérstakur kynningarfundur var haldinn í þetta sinn til að lokka að fleiri meðlimi í okkar skemmtilega félagsskap.  Hildur formaður kynnti klúbbinn og sagði frá hvernig fundir færu fram og hvað við höfum gert á hinum ýmsu fundum í gegnum tíðina.  Lesin var fundargerð síðasta fundar sem haldinn var í Borgarnesi.  Laulau kynnti síðan LC samtökin með Power Point kynningu með glæsibrag.  Kynningar- hringur þar sem gamlir og væntanlega nýir meðlimir kynntu sig og 3 mínútur samtvinnaðar þar við þar sem aðventan var í forgrunni.  Síðan var kaffipása og bornar fram dýrindis heimabakaðar kökur.

Fyrirlesari kvöldsins var hins landsfræga Sirrý.  Kom hún inn með ferskum blæ þar sem hún kenndi okkur örugga tjáningu, framsækni og að stíga út fyrir þægindasvið okkar og leiðir til að stækka það.  Sirrý skipti okkur síðan niður í vinnuhópa þar sem við áttum að útskýra hvað einkennir þá sem ná og halda athygli okkar, kosti þeirra og galla.  Hún lagði mikla áherslu á að öndun væri mikilvægur þáttur í öruggri framkomu, anda djúpt ofan í maga og brosa.  Nota liti í klæðaburði til að ná athygli fólks.  Hrós og samstaða eykur sjálfstraust.  Síðast en ekki síst að öll erum við manneskjur en ekki vélmenni og allir geta gert mistök.  Vonandi getum við nýtt okkur þessa þekkingu á fundum okkar í framtíðinni og í lífinu almennt. 

Mættar:  Hildur, Linda Rós, Magga, Íris, Lilja Guðrún, Linda Bára, Nína, Sólrún, Lilja, Guðrún Ásta, Laulau.

Gestir:  Arna, Eyrún, Kristín, Ólöf, Steinunn og Birna Dís.

 

HeartHeartHeart

 

 

 

 

 

 

 


Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband