Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
14.2.2011 | 20:30
Febrúarfundur LC-8 2011
LC fundur 7. Febrúar 2011
Annar fundur ársins 2011 var haldinn í húsnæði Skátafélagsins Árbúa. Sólrún og Linda Rós sáu um fundinn.
Mættar voru : Hildur, Margrét, Sólrún, Linda Rós, Ása, Lilja Þ og Lilja Guðrún. Gestir voru: Guðrún Ásta, Ástrós og Hrafnhildur.
Fundur var settur er varaformaður kveikti á kerti vináttunnar.
Þema fundarins var Snæfellsnes og borðskreytingar báru þess merki. Borin var á borð sterk og góð súpa í brauðskel með mexicó ívafi. Farinn var kynningarhringur og ljóð eftir Megas lesið. Að því loknu hófst sýnikennsla í hár og förðun sem vakti mikla lukku. Linda Rós hárgreiðslumeistari galdraði hárið og Sigrún Snorradóttir snyrti og förðunarfræðingur sá um förðun. Módel" voru máluð og greidd eftir kúnstarinnar reglun og nú lumum við á góðum leyndarmálum um útlitið..
Varaformaður kynnti alþjóðadag LC sem er 11. Febrúar n.k. Klúbbarnir ætla að skoða Bessastaði og hittast á Pósthúsi Vínbar og skemmta sér saman, allar konur hvattar til að mæta.
Fyrir hönd formanns voru stöður í nýrri stjórn auglýstar, það vantar varaformann, gjaldkera og ritara.
Lilja Þ. bauð sig fram til ritara og Linda Rós hefur áhuga á varaformanni, ákveðið var að ræða þessi mál betur á næsta fundi, þar sem margar voru fjarverandi.
3. mínútur fjölluðu um eitthvað skemmtilegt tengt börnum og sagðar voru margar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Börn eru yndisleg..
f.h. ritara sem var fjarverandi, Hildur Guðmundsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2011 | 20:20
Janúarfundur LC-8
Janúarfundur LC-8 10.janúar 2011.
Fundur haldin á Cafe París og byrjar með borðhaldi þar sem tafir urðu á fundarsetningu.Um janúarfundinn sáu þær Íris og Linda Bára.
Ritari les upp fundargerð síðasta fundar og fær góðar ábendingar um leiðréttingar á fundagerð.
Kynningarhringurinn er á sínum stað og gaman að sjá hve margir gestir eru með okkur í kvöld.
Mættar voru: Íris,Sólrún,Nína,Lilja,Bryndís,Lilja Guðrún,Hildur,Magga,Ása,Laulau og Auður.
Gestir : Ásta,Þyri,Erna,Sigga,Þórunn,Guðrún Ósk , Ásta Rós og Guðrún Ásta.
Lesið ljóð eftir skáld vetrarins sem ber nafnið Ragnheiður biskupsdóttir.
Þema kvöldsins er vesturland og hafa þær stöllur fengið rithöfundinn Brynhildi Þórarinsdóttir til að fræða okkur um Jón Sigurðsson forseta",en hann er fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
17.júní næstkomandi þ.e.í ár 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns og hans minnst á margvíslegan hátt á árinu.
En Brynhildur hefur sett upp sýningu í þjóðmenningarhúsinu um Jón og æsku hans út frá sjónarhóli barna.
-Sagt frá æsku hans og uppvexti á Hrafnseyri við Arnarfjör ,unglingsárum hans í Reykjavík og ævi og störf hans í Kaupmannahöfn.
Áhugasömum er bent á að fara inn á síðuna http://jonsigurdsson.is/ til frekari glöggvunar.
Í 3 mín söguð klúbbkonur frá skemmtilegum atvikum um jól og áramót.
Ritari þurfti frá að hverfa fyrr en ætlað var en fundi lauk skömmu síðar.
Ritari : Auður Árnadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 23:06
Febrúarfundur
Verður haldinn 7. febrúar 2010 kl. 19:30 í Skátaheimili Árbúa við Hraunbæ.
Fundurinn verður með hefðbundnu sniði.
-Fundargerð.
-Fyrirlestur.
-Kynningarhringur
-Ljóð.
-Matur
-Þjár mínútur: Gullkorn eða saga af börnunum í kringum okkur
-og annað sem fundarhöldurum dettur í hug.
Tilkynnið af eða á í síðasta lagi á föstudaginn og endilega haldið áfram að vera svona duglegar að koma með gesti. Það kostar 2.500 krónur fyrir hvern gest.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Linda og Sólrún
Bloggar | Breytt 2.2.2011 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010