Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
21.3.2011 | 22:40
Aðalfundur LC-8
verður haldinn heima hjá formanni, Næfurási 4, 110 Reykjavík, 4. apríl 2011 klukkan 19:30.
Dagskrá:
- Sjartering nýrra klúbbmeðlima
- Lögmæti fundar kannað
- Skýrsla formanns
- Ársreikningar klúbbs lagðir fram til samþykktar
- Kosning nýrrar stjórnar
- Kosning endurskoðanda
- Stjórnarskipti
- Gómsætar veitingar frá stjórninni bornar fram
- Önnur mjög skemmtileg mál; m.a. kosning skemmtilegasta fundar vetrarins, mætingardrottning vetrarins kosin og margt fleira. Bíðið spenntar.
Hlökkum til að sjá ykkur allar.
Laulau
Hildur
Lilja Guðrún
Nína
Auður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.3.2011 | 17:12
Fundargerð marsfundar 2011
Marsfundur LC-8 2011.
Að þessu sinni var kynning á störfum Landhelgisgælunnar og hófst fræðslan í flugskýli 2 við Nauthólsveg kl.19.00. Einhver seinkun var þó vegna erfiðleika sumra klúbbkvenna að finna staðinn.Ekki var það skrýtið þar sem að rammgert hlið þurfti að fara í gegnum til að komast að gæslumönnum J .
Við fengum góðan fyrirlestur um störf og verkefni gæslunnar bæði á landi og láði.Um skipa,þyrlu og flugvélaflotann.Um hlutfall björgunar á sjó og landi sem er 25%(sjó) og 75% (landi) og lengi mætti telja.Fróðlegt er að kíkja á heimasíðu gæslunnar til nánari glöggvunar. http://www.lhg.is/
Um borð í skipum og vélum er allt til alls og fullkominn búnaður til að sinna þeim verkefnum sem ætlast er til.Athyglisvert var að heyra um skynjara sem er það öflugur að hann nemi ljós frá kveikjara á jörðu niðri og hafa laganna verðir verið í samstarfi þar sem hægt hefur verið að finna og gera upptæka kannabisræktun.
Skoðuðum þyrluna TF-líf og var Auðunn gæslumaður duglegur að svara upplýsinga þyrstum klúbbkonum.
Að lokum var stefnan tekin að Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og fundurinn formlega settur með því að kveikja á kerti vináttunnar.Snæddum mat frá Saffran og í tilefni bolludagsins voru að sjálfsögðu bollur í eftirrétt.
Kynningarhringur og Ljóðalestur,ljóðalestur er í höndum Lilju Guðrúnar spáðu í mig e. Megas"Þrjár mínútur fjölluðu um hálendið þar sem það var þema kvöldsins og áttu við flestar góðar minningar þaðan um fallega staði þó svo að misjafnar túlkanir hafi verið á því hvenær maður væri komin upp á hálendi.
Lauslega var farið yfir næstkomandi aðalfund.
Mættar voru: Lilja Guðrún,Auður,Ása,Linda Bára,Lilja Þ,Linda Rós,Hildur,Bryndís,Magga og Íris.
Gestir: Hrafnhildur,Unnur Gyða,Ástrós,Guðrún Ásta og Dóra.
Fundi slitið um 22.10.
Fundarritari: Auður Árnadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 19:47
Hálendið - Marsfundur LC-8
Marsfundur hefst með hittingi við við flugskýli 2, sem er við Nauthólsveg, kl. 19:00. Keyrt er í áttina að Ylströnd Nauthólsvíkur, farið strax úr hringtorgi við Háskólann í Reykjavík og beygjið fyrstu beygju til hægri við hlið Landhelgisgæslu Íslands.
Þegar fyrirlestri er lokið er haldið að Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem við setjumst að snæðingi. Fáum okkur ljúffengt góðgæti frá Saffran, og höldum fund.
Fundurinn verður haldinn með hefðbundnu sniði.
Auður les upp fundargerð síðasta fundar.
Kynningarhringur.
Ljóðalestur.
Þrjár mínútur: Hvað er fallegasti staðurinn á hálendinu að þínu mati, af hverju og hefurðu komið þangað?
Formaður er með tilkynningu.
Þetta verður fræðandi og skemmtilegur fundur, svo endilega komið með gesti. Það kostar 2.500 krónur.
Kveðja, Lilja Guðrún og Sólrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010