Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Kynningarfundur, staður og stund!

Sælar allar, nú er hálfur mánuður í kynningarfundinn okkar og þrír gestir væntanlegir. Ég vil hvetja allar hinar um að litast um í kringum ykkur og vita hvort það er ekki einhver sem þið getið tekið með ykkur á fundinn og munið að senda póst.
Fundurinn er sem fyrr segir mánudagskvöldið 5.nóvember og hefst stundvíslega klukkan 19:30. Fundurinn verður haldin í Fagralundi, Furugrund 38, í Kópavogi. Sjá á meðfylgjadi korti.
Kort af fagralundi
Ásamt hefðbundunm fundarstörfum og kynningu á starfi LC þá mun hún Sigga Dögg Arnadóttir kynfræðingur koma til okkar og vera með skemmtilegt erindi.
Fyrir þrjár mínútur er hvernig kynntist ég LC og hvað finnst mér skemmtilegast við LC.
Með kveðju,
Íris Björg

Októberfundur - fellur niður

Sælar kæru konur

Vegna dræmrar þátttöku á októberfundin núna næsta laugardag verður hann felldur niður!

Næst á dagskrá hjá okkur er því kynningar/fjölgunarfundurinn okkar 5.nóvember næstkomandi.

Ég hvet allar konur til að koma með minnst einn gest með sér, fleiri gestir er kostur:)

Minni á að það þarf að senda út tölvupóst með helstu upplýsingum um gestinn! Hann þarf sem sagt að vera samþykktur af hópnum eins og við fórum yfir á síðasta fundi.

Dagskrá fundarins verður svo send út þegar nær dregur!

Hlakka til að hitta ykkur allar hressar og kátar 5.nóvember næstkomandi:)

Með kveðju,
Íris Björg

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband