Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Janúarfundur LC-8

Fyrsti fundur á nýju ári 2013 verður haldinn 7. janúar kl. 19.30, heima hjá Hildi að Lindarvaði 19, efri hæð (Árbæ).

Þema fundarins er Framandi land og fyrirlesari kvöldsins er Elín Þorgeirsdóttir sem rekur Afríku ævintýraferðir, hún ætlar að fræða okkur um Afríku og ferðalög, einnig ætlar hún að bjóða upp á afrískan mat.

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði:

- Kynningarhringur

- Fundargerð frá síðasta fundi

- Ljóð

- 3. mínútur, hver er mest framandi staður sem þú hefur komið á ?

Einnig væri gaman væri að heyra frá ykkar markmiðum á nýju ári !

 

Gestir velkomnir, kr. 3.000.-

 

Sjáumst hressar og kátar á nýju ári,

kveðja Hildur og Magga

 


Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband