Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2013 | 19:10
<3<3<3<3 DEKURFUNDUR <3<3<3<3
Kæru stúlkur
Við í stjórninni höfum áhveðið að prufa notast eingöngu við facebook síðuna okkar, og sjá hvernig það mun ganga.
þar er inná skjal um dekurfundin endilega kíkið á það
kær kveðja
Stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 10:41
Desember fundargerð 2012
Jólafundur 3. desember 2012
Jólafundurinn byrjaði í dansskóla Jóns Péturs og Köru í Valsheimilinu þar sem okkur voru kenndir dansar, Gangnam Style og diskódans ásamt fleirum. Skemmtum okkur konunglega við að reyna að ná öllum þessum sporum og töktum sem fylgir því að verða góður dansari sem við verðum kannski ef við æfum okkur enn meira.
Fórum síðan upp á Landspítala á deild11B og héldum okkar jólafund. Íris Björg kveikti á kerti vináttunnar og setti fundinn. Veitingar voru á borð bornar og voru alls kyns kræsingar í boði.
Kynningarhringur.
Ljóð: Lesin voru tvö ljóð að þessu sinni, Aðventuljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Brosið eftir Guðrúnu Hreinsdóttur.
Íris Björg kynnti það helsta sem hafði komið fram á fulltrúaráðsfundi og kynnti væntanlegan alheimsfund sem verður í Zambíu 2013.
Árshátíð sem verður 3.-5. maí á Húsavík.
Rætt aukið samstarf á milli klúbba.
Skila þarf inn grein í Rokkinn í febrúar.
Síðan voru 3 mínútur og áttum við að fjalla um jólaminningar góðar og slæmar.
Að lokum var pakkaleikur í anda jólanna. Skiptumst á litlum jólapökkum og þökkuðum fyrir okkur og fórum heim sælar og glaðar með jólaanda í brjóstum okkar.
Mættar: Arna, Guðrún Ásta, Ástrós,Lilja, Magga, Hildur, Lilja Guðrún, Sólrún, Íris Björg og Nína.
Gestir:Steinunn og Hildur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 15:33
Aðalfundur 8.apríl 2013
Aðalfundur LC-8 verður haldinn heima hjá Írisi Björgu formanni þann 8.apríl kl. 19:30! Heimilisfangið er Lyngmóar 11, 1.hæð til vinstri, 210 Garðabær.
Hittumst heima hjá formanni stundvíslega klukkan 19:30. Fundur hefst á því að við kíkjum í heimsókn til ljóðakonunnar okkar Guðrúnar Hreinsdóttur. Að heimsókn lokinni snúum við aftur heim til formanns þar sem hefðbundin fundarstörf taka við.
Boðið verður upp á saumaklúbbsveitingar að hætti stjórnarinnarJ
Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fund og athugar lögmæti fundar
2. Kynningarhringur
Kaffihlé
3. Skýrsla formanns, stutt ágrip frá fundum vetrarins
4. Ársreikningar klúbbs lagðir fram til samþykktar
5. Kosning nýrrar stjórnar
6. Kosning endurskoðanda og siðameistara
7. Stjórnarskipti
8. Afhending verðlauna:
· mætingardrottning krýnd
· verðlaun fyrir besta fundinn
9. 3.mínútur Hvar sé ég mig eftir 5.ár?
10. Fundi slitið
Stjórnin,
Íris Björg, Linda Rós, Linda Bára, Lilja Þ. og Hildur
Bloggar | Breytt 6.4.2013 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2013 | 21:12
Fundargerð febrúarfundar 2013
Ótrúlega áhugaverður fyrirlestur.
Kynningarhringur.Fengum tvo gesti á fundinn, Hugrúnu landsforseta og Ragnheiður Lilja ritari landsstjórnar. Hugrún landsforseti sagði okkur frá starfi landsforseta og alþjóðastarfi og fleiri verkefnum sem hún sinnir. Talaði um AGM sem verður á Akureyri 2015 og vantar konur í nefndir til undirbúnings fundarins. Hægt að sjá á youtube AGM 2015/round table fimman. Eins auglýsti hún laus embætti fyrir næsta ár, vefstjóra og vara landsforseta. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna.Þar næst kynnti Íris niðurstöður könnunar vegna þátttöku í árshátíð með Round Table 8 og tímasetningu fyrir haustferð klúbbsins.Ljóðalestur. Til Eigins e. Guðrúnu Hreinsdóttur. Fundi slitið.


Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 22:53
Marsfundur LC-8 (mánudaginn 4. mars kl. 19:00)
Þá er komið að marsfundinum sem haldinn verður á Kaffi París (niðri).
Gestur okkar að þessu sinni verður Þórunn Ívarsdóttir stílisti. M.a. ætlum við að fræðast eilítið um liti sem klæða hár-, húð- og augnliti okkar og kennslu í skipulagningu - og árstíðaskiptum fataskáp. Lumar Þórunn á ýmsum góðum ráðum og því gott að koma með spurningar í farteskinu, eins og t.d. í hvað síðum jakka á ég að vera við pils eða buxur ? :)
Fundurinn verður svo að sjálfsögðu með hefðbundnu sniði:
Ø Kynningarhringur
Ø Fundargerð frá síðasta fundi
Ø Ljóð
Ø 3 mínútur: Uppáhalds litur (af hverju) - hefur þú farið/ hugleitt að fara til stílista?
Ø Önnur mál
Fjórir réttir eru í boði og biðjum við ykkur um að staðfesta hér á síðunni fyrir sunnudag hvað þið viljið:
· Fiskur dagsins
· Kjúklingasalat
· Ostborgari
· Beikonborgari
Gestir velkomnir og er gjaldið kr. 3000.-
Hlökkum til að sjá ykkur
Knús & kveðja
Linda Bára og Guðrún Ásta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.2.2013 | 18:15
Fundargerð janúarfundar 7. janúar 2012
Elín Þorgeirsdóttir sem er með fyrirtækið Afríka Ævintýraferðir kom að halda kynningu um Afríku og elda afrískan mat. Þegar konur gengu inn á fund á heimili Hildar var dásamlegur ilmur sem tók á móti þeim. Boðið var upp á baunasalat með chili, kjúklingarétt í chilisósu (Chapati) og ferskt salat með lauk, papriku, hvítlauk og fleiru góðu. Einnig var hún með hvít hrísgrjón og salat með mangó og fleiri framandi ávöxtum. Maturinn var eins og þetta hljómar alveg einstakur.
Þegar allar voru sestar setti Íris fundinn og kveikti á kerti vináttunnar og gáfu Magga og Hildur Elínu orðið.
Afríku Ævintýraferðir voru stofnaðar af Elínu og manni hennar Borgar 1997 er þau voru á ferðalagi þar með syni sína tvo. Fyrsta skrifstofan var því stofnuð í tjaldi í Kenýa. Þau bjóða upp á fjölbreyttar ferðir s.s. þemaferðir, kvennaferðir, gönguferðir á Kilimanjaro og Mt. Kenya og safariferðir. Þeirra helstu áfangastaðir eru austur-Afríka Kenya Uganda, Tanzanía og Rwanda.
Elín hefur farið á verndarsvæði að skoða górillur og gíraffastofn sem vel hefur tekist til við að endurreisa. Einnig hefur hún sótt sérstakt svæði sem ala upp fílsunga ef þeir missa móður sína ungir. Hver ungi þarf fílahirðir sem fylgja þeim öllum stundum, jafnvel á nóttunni því fílsungar þurfa mikla umhyggju.
Þau safna pening hér heima til að styrkja hin ýmsu verkefni þar eins og ABC, lítið barnaheimili sem rekið er af konu að nafni Yvonne og svo Joyce sem er vinkona þeirra og eldar daglega mat ásamt fleirum fyrir munaðarlaus börn í Kenya.
Hún sýndi okkur myndir og talaðir um staði og svæðin sem einungis hafa sést á stóra tjaldinu. Sýndi okkur muninn á því hvernig hvíti maðurinn býr og svo innfæddur. Sagði okkur skemmtilegar sögur af hennar upplifun um fólkið, hvernig það er, gestrisni og fleira. Var gaman að hlusta á hana og eru eflaust margar konur spenntar fyrir slíkri skemmtiferð eftir þetta.
Eftir fyrirlesturinn var kynningarhringur og um leið spurt: "Hvað er mest framandi land sem þú hefur farið til?" Lönd eins og Ungverjaland, Tyrkland, Thaíland, Dubaí, Ástralía, Kúba og svo hefur Magga farið í hina alræmu Afríkuferð með Round Table árið 2006.
Þá fengu allir kaffi og heimabakaðar múffur frá Möggu en uppskriftin er á afrika.is sem er heimasíða Ævintýraferða Afríku.
Þá var rætt um aukakostnað fyrir haustfund stjórnar. Hvort væri ekki vissara að hver og ein borgi aukalega fyrir sumarabústaðaferð. Íris ætlaði að senda tölvupóst um það þar sem ekki allar konur voru mættar og biðja okkur að kjósa um það.
RT8 verður með árshátíðina á næsta ári (2014) Höfðu þeir sent fyrirspurn um hvaða LC klúbbur hafi áhuga á að vera með þeim að halda hana. Þar sem við í áttunni komum sterklega til greina og spurning er hvort við hefðum áhuga á að demba okkur í slíkt. Var mikill áhugi hjá sumum en minni hjá öðrum svo Íris ákvað einnig að senda tölvupóst um það og biðja um kosningu á netinu.
Fundi slitið og slökkt á kerti vináttunnar.
Mættar:Íris Björg, Linda Rós, Hildur, ARna, Guðrún Ásta, Ástrós, Margrét, Linda Bára, Hrafnhildur, Hildur og Lilja Guðrún,ritari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 15:38
Febrúarfundur
Sælar allar,
þá er komið að febrúarfundinum. Hann verður haldinn mánudaginn 4. febrúar kl. 19:30 í Skógarhlíð 14 (aðalinngangur).
Léttar veitingar í upphafi fundar.
Fyrirlesari er Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún segir frá störfum sínum á vegum Rauða krossins.
Kynningahringur og 3 mínútur: "Hefurður unnið sjálfboðastarf eða gefið til góðgerðamála???"
Ljóð.
Vinsamlegast látið vita um mætingu í síðasta lagi á laugardaginn.
Gestir velkomnir og gjaldið er kr. 3.000,-.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Hrafnhildur og Sólrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.1.2013 | 21:01
Fundargerð nóvemberfundar 5. nóv. 2012
Ákveðið var að halda sérstakan kynningarfund til að reyna að lokka að fleiri konur í samstarf við okkur og var hann haldinn í HK heimilinu í Kópavogi. Íris Björg formaður kveikti á kerti vináttunnar og bauð nýja gesti velkomna sem á þessum fundi voru þrjá gesti. Síðan hélt Íris Björg kynningu á starfi LC og í máli og myndum.
Boðið var upp á veitingar áður en næsti dagskrárliður byrjaði og voru það heimatilbúnar veitingar að þessu sinni.
Fyrirlesarinn á þessum fundi var ekki af verri endanum, Sigga Dögg sálfræðingur og kynfræðingur kom og hélt skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um píkuna. Skemmtilegur fyrirlestur hjá henni og má benda á heimasíðu hennar siggadogg.is og er hún einnig með facebook síðu.
Kynningarhringur og lesið ljóð Guðrúnar Hreinsdóttur, Nóttin í Sólinni.
Þrjár mínútur: Hvernig kynntist ég LC og hvað er skemmtilegt.
Mættar: Linda Rós, Linda Bára,Sólrún, Lilja,Hrafnhildur,Magga, Guðrún Ásta, Hildur, Arna, Íris Björg.
Gestir: Hildur, Svandís, Þórhildur og Guðlaug(Laulau).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 20:40
Fundargerð septemberfundar 3. sept. 2012
Fyrsti fundur vetrarins byrjaði við Ráðhús Reykjavíkur, þar hittumst við og biðum í óvissu um hvert skyldi haldið. Bryndís Garðarsdóttir leiðsögumaður tók á móti okkur og lóðsaði hún okkur um götur í miðbæ Reykjavíkur og fræddi okkur um hús, viðburði og margt annað sem gerst hafði á götum borgarinnar fyrr á öldum. Mjög skemmtilegt og fræðandi.
Bryndís endaði ferðina við Stjórnarráðið og fórum við þaðan á Caruso og kveiktum á kerti vináttunnar og tókum kynningarhring. Íris Björg formaður sagði okkur frá næstu tveimur fundum sem voru fyrirhugaðir, óvissuferð sem því miður féll niður og kynningarfund og hvaða hugmyndir hafði fyrir þá fundi og ræddum við ákvarðanir vegna þeirra. Íris sagði okkur einnig frá því að Ísland hefur verið samþykkt til að halda alþjóðafund á Akureyri árið 2015 sem verður án efa spennandi og munum við væntanlega taka þátt í því verkefni.
Samþykktum að nota Facebook til að auglýsa fundina ásamt póstinum.
Matur á borð borinn og síðan tóku við 3 mínútur, áttum við að fjalla um hreyfingu og sumarfríið sem við höfðum flestar nýlokið við.
Ljóðalestur upp úr ljóðabók Guðrúnar Hreinsdóttur.
Mættar: Magga, Hrafnhildur Nína, Hildur, Ástrós, Lilja Guðrún, Íris Björg, Linda Rós, Arna, Guðrún Ásta, Sólrún og Lilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2012 | 17:57
Janúarfundur LC-8
Fyrsti fundur á nýju ári 2013 verður haldinn 7. janúar kl. 19.30, heima hjá Hildi að Lindarvaði 19, efri hæð (Árbæ).
Þema fundarins er Framandi land og fyrirlesari kvöldsins er Elín Þorgeirsdóttir sem rekur Afríku ævintýraferðir, hún ætlar að fræða okkur um Afríku og ferðalög, einnig ætlar hún að bjóða upp á afrískan mat.
Fundurinn verður með hefðbundnu sniði:
- Kynningarhringur
- Fundargerð frá síðasta fundi
- Ljóð
- 3. mínútur, hver er mest framandi staður sem þú hefur komið á ?
Einnig væri gaman væri að heyra frá ykkar markmiðum á nýju ári !
Gestir velkomnir, kr. 3.000.-
Sjáumst hressar og kátar á nýju ári,
kveðja Hildur og Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010