Færsluflokkur: Bloggar
31.8.2010 | 00:03
Reykjanes
Septemberfundur LC-8
Sælar LC skvísur ! Nú er komið að fyrsta fundinum í vetur, þema fundarins er Reykjanes. Við ætlum að skoða Læknalind sem starfrækt er í Bláa Lóninu. Þar mun Esther Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur taka á móti okkur og fræða okkur um starfsemina sem þar fer fram ásamt því að sýna okkur húsakynni. Við munum svo snæða á veitingarstaðnum LAVA í Bláa Lóninu. Hægt er að velja á milli hins sígilda kjúklingasalats (með hnetum) eða sjávarréttarsúpu, svo fá allir súkkulaðidraum í desert...Gaman væri að heyra sögu af skemmtilegum stað á Reykjarnesi í ykkar 3.mín eða frá sumarfríinu í sumar.
Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar og hvorn réttinn þið viljið fyrir fimmtudaginn 2. september.
Gestir hjartanlega velkomnir, gjald fyrir þá kr.3000,-.
Hittumst kl. 18.45 við N1 Bensínstöð við Lækjargötu í Hafnarfirði og sameinumst í bíla.
Megas verður á sínum stað
Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, Hildur og Magga.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.6.2010 | 20:56
Dekurfundur LC-8
Dekurfundur "dekrað við bragðlaukana" 3.mai 2010
Hópurinn hittist við Hlemm og gekk saman í rigningunni skreyttar regnhlífum að veitingarstaðnum Argentínu þar sem fundurinn okkar var haldinn að þessu sinni. Myndir eru teknar á leiðinni fyrir Ester í LC-3 en þær mun hún afhenda fráfarandi landsforseta Noregs sem vinnur að því að safna slíkum myndum af LC systrum undir móttóinu: YOU NEVER WALK ALONE.
Mættar voru: Laulau, Linda Bára, Lilja, Bryndís, Nína, Sólrún, Hildur, Magga, Lilja Guðrún, Bergþóra, Steinunn, Ása, Linda Rós og Auður.
Laulau byrjar á að sýna gjafir sem klúbburinn hefur fengið í tilefni afmæli klúbbsins sl.haust. Var þar á meðal fallegt kerti sem Egilstaðarsystur gáfu okkur, fagurlega skreytt myndum. Vert er að minnast á að LC-8 er móðurklúbbur LC-10 á Egilstöðum.
Að sjálfsögðu var byrjað á lystaukandi rétti og las Lilja skýrslu síðasta árs. Síðan kynningarhringur og humarsúpa í forrétt.
Lilja segir frá fulltrúarráðsfundi sem haldin var föstudaginn 23.apríl. Rætt um m.a lagabreytingar ofl. Á þessa fundi er ætlast til að 2 fulltrúar frá hverjum klúbbi mæti, að öðrum kosti þurfa klúbbarnir að greiða sekt. Rætt um Bruge (alþjóðafundur) þar sem 4 úr LC-6 fengu styrk úr ferðasjóð LC upp á kr.100 þúsund sem skiptist á milli umsækjenda. Landstjórn ræddi um að auka samstarf innan klúbba og á milli RT manna. Hugmynd LC-8 um grímuball er í athugun og verður lagst undir felld með þá hugmynd. Breytingartillaga laga um að ákveðinn fjöldi, 2/3, af fulltrúm LC yrði mættur til að fundur teldist löglegur. Einnig að setja inn fjarfundarbúnað og lagabreytingu um það hvernig á að halda fundi. Mikilvægt er að halda inni ákveðnum hefðum og formum á fundunum.
Við stefnum á að vera duglegri í fjáröflun og efla samstarf við dótturklúbbinn á Egilstöðum.
Laulau fer yfir dagskrá næsta starfsárs. Lögð er áhersla á sumarbústaðarferð okkar 2.-3. október og eru konur hvattar til að taka þessa helgi frá og vera með.
Ása fer með ljóð eftir afa sinn og er ekki hægt annað en leyfa því fallega ljóði að fylgja með.
Augan moldar ljúfust lær, lífsins fangar haginn, vanga foldar baðar blær, blíður langann daginn.
Aðalréttur er á borð borin ummmm.......nautalundir með girnilegu meðlæti og að sjálfsögðu afar gott.
3.mínútur um það hvað sé dekur í okkar huga. Farið var um víðan völl og var allmargt sem gat flokkast undir gott dekur.........bara misjafnt hvað hentaði hverjum og einum allt eftir því hvar maður er staddur í sínu litla lífi.
Stjórnin brást ekki systrum sínum og dró fram ýmis hjálpartæki til að sýna fjölbreytnina í dekri, má þar nefna bak og höfuðklórur ásamt kremprufum ofl. Lokaverk okkar var að koma niður eftirrétt (og vitið að það var alls ekki erfitt ) og eins og lesa má var þetta sannkallað dekurkvöld fyrir bragðlaukana.
Fundi slitið upp úr kl.23.00
Fundarritari:Auður Árnadóttir
Bloggar | Breytt 1.7.2010 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 12:59
Skýrsla formanns LC8 veturinn 2009-2010.
Veturinn 2009-2010 hjá okkur var afmælisár áttunnar, en við áttum 10 ára afmæli þann 6.nóvember 2009. Var undirbúningur því snemma hafinn á konukvöldi sem halda átti á afmælisdaginn, og sérstök afmælisnefnd sett á fót vorið 2009 með Ásu Jóhanns, þáverandi formanni, í fararbroddi.
Árið hófst þó í maí með dekurfundi eins og vani er orðinn hjá LC8. Þetta sinn þó á föstudeginum 8.maí. Farið var á Hótel Sögu í spa þar í kjallaranum. Þar var farið í heita pottinn ásamt því að nokkrar konur skelltu sér í gufu. Eftir að skála í freyðivíni og hafa slakað vel á skelltum við okkur í sparigallann og fórum í herbergi inn af Mímisbar þar sem við snæddum ljúffengan kvöldverð. Eftir að njóta kvöldverðar og skála í ýmsum kokteilum héldu sumar út á lífið þar sem dansað var fram á rauða nótt.
Í lok ágúst var svo haldið sumargrill þar sem hist var með fjölskyldurnar í Grenilundi í Heiðmörk farið í ratleik og fleiri leiki og að lokum grillaðar pulsur í svanga munna. Var ágætlega mætt.
Stuttu síðar, eða mánudaginn 7.september, buðu Þóra og Ása Lára til fyrsta formlega fundar vetrarins. Hann var haldinn að heimili Þóru og mætti þar Bergþór Pálson, stórsöngvari með meiru og kenndi okkur borðsiði.( http://www.youtube.com/watch?v=bgieA6BJ-Pc) Hann var stórskemmtilegur eins og honum er einum lagið, einlægur og sagði okkur einnig frá skemmtilegum boðum þeirra Alberts og ýmsum uppákomum tengdum þeim. Þegar hann var farinn báru þær fram dýrindis Baguette frá Deli sem allir gæddu sér á en fóru að sjálfsögðu eftir borðsiðum sem kenndir voru.
5.október hélt stjórnin fund þar sem farið var í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem við fengum leiðsögn um svæðið. Fyrst þó úti í myrkrinu með vasaljós og svo inni í skólanum og gróðurhúsum skólans. Var það bæði fróðlegt og skemmtilegt að ganga t.a.m. framhjá bananatré, fíkjutré og fleira. Að lokum var farið á Hótel Örk þar sem við fengum grillaða kjúklingabringu með viðeigandi meðlæti.
Loks var komið að afmælisdeginum, konukvöldinu, sem undirbúið hafði verið síðan um vorið. Fengin voru listafólk úr mörgum greinum og margar listakonur sem tengjast okkar góðu klúbbum. Mikið var um skartgripahönnuði og einnig fatahönnuði. Var Helga Guðný, fráfarandi landsforseti, fengin sem kynnir sem hún var vel til í þrátt fyrir að vera komin 8 mánuði á leið. Ungt danspar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýndi 2 dansa og einnig höfðum við fengið lánuð falleg tískuföt frá KVK hönnun og hönnunarbúðinni RYK (http://www.kow.is og http://www.ryk.is) og héldum tískusýningu fyrir konurnar sem heppnaðist ákaflega vel að okkar mati. Þegar flotta tískuhlutanum var lokið, var skipt yfir í gömul föt og haldin kreppusýning. Vakti sú sýning mikinn fögnuð kvennana og fengum við uppklapp og mikinn hlátur. Einnig var dregið reglulega allt kvöldið úr rúmlega 20 vinningum, en happadrættis-númer var með hverjum aðgöngumiða ásamt einu glasi af léttvíni eða gosi.
Jólafundurinn okkar, var í höndum Möggu og Bergþóru. Hann var haldinn í Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg. Fengum við fyrst smá kynningu á 3 rauðvínstegundum frá Gunnari Gunnarssyni vínáhuga-manni í RT. Toshiki Toma, sérþjónustuprestur innflytjanda, hélt svo smá erindi um störf sín og svaraði m.a. hvort jól væru haldin í Japan meðan við gæddum okkur á ljúffengri Hnetusteik frá Næstu Grösum og fengum Heimilisfrið með karamellusósu, ís og rjóma í eftirrétt a‘la Magga.
Sólrún og Hildur héldu janúarfundinn, Afmælisterta, 11.janúar í Farfuglaheimilinu í Laugardal, þar sem Sigrún Pálsdóttir hjá Landvernd hélt fyrirlestur um Vistvernd í verki. Áður höfðum við fyrst borðað góðan mat frá Saffran. Eftir fyrirlesturinn hafði Hildur bakað dýrindis marengs-rjómatertur í eftirrétt sem konur gúffuðu í sig með síðbúnu kaffi.
Þann 1.febrúar höfðu Björk og Laulau fund í Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands, Laugavegi 13. Þar tók Aðalheiður Jónsdóttir kynningarstjóri Rannís á móti okkur og kynnti fyrir okkur þau tækifæri sem standa Íslendingum til boða í Evrópusamstarfi í gegnum hinar ýmsu styrktaráætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, atvinnulífs og rannsókna. Að því loknu var haldið á veitingastaðinn Caruso í Bankastræti þar sem við snæddum kjúklingasalat og héldum fund.
Marsfundur var svo í höndum Steinunnar og Auðar sem var færður á þriðjudaginn 2.mars. Fengu þær Guðjón Bergmann að halda fróðlega blöndu af tveimur fyrirlestrum um hinar sjö mannlegu þarfir og heildræna heimspeki. Eftir það voru Pizzur frá Rizzo snæddar í þögn. Allar konur voru svangar og hugsi.
Aðalfundur áttunnar var svo haldinn mánudaginn 12.apríl heima hjá formanni að venju þar sem stjórnin sá um veitingarnar. Voru þá 4 nýjar konur vígðar inn í klúbbinn okkar og bjóðum við þær Lindu Rós, Lindu Báru, Bryndísi og Lilju því hjartanlega velkomnar í klúbbinn.
„Brostu framan í heiminn, þá brosir heimurinn framan í þig.“ J
Lilja Guðrún, formaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 13:06
3. maí 2010, DEKURFUNDUR
Kæru konur.
Dekurfundurinn okkar verður ekki á Grand Hótel sem fyrr sagði.
Við hittumst á Hlemmi klukkan 19:30 og göngum saman út í óvissuna. Dekrað verður við bragðlaukana allt kvöldið.
Fundurinn verður með frekar hefðbundnu sniði, nema að hann verður kannski ívið lengri en vanalega.
Annað verður ekki gefið upp að sinni.
Hlökkum til að sjá ykkur :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.4.2010 | 16:47
Aprílfundur /Aðalfundur stjórnar
Aðalfundur LC-8
Haldinn 12.apríl 2010 á heimili Lilju Guðrúnar formanns að Sörlaskjóli vestur í bæ.
Mættar voru: Ása, Björk, Sólrún, Laulau, Lilja Guðrún, Nína, Hildur, Magga, Steinunn, Bergþóra og Auður.
Gestir voru 5, Lilja, Linda Rós, Bryndís og Linda Bára sem voru vígðar inn seinna um kvöldið og Hugrún úr LC-2 sem kom til að hvetja okkur til þáttöku á árshátíð og helgina 23.-24.apríl.
Fundur settur kl.19.15, kveikt á kerti vináttunnar og haldinn kynningarhringur.
3 mín. voru með öðru sniði en venjulega. Farið í leik þar sem hver kona dró 2 spjöld úr stokki (afmælisgjöf frá LC6 systrum) annað spjald með spurningum og hitt með svörum. Viðkomandi las spurningu og sessunautur gefur svar af sínu spjaldi. Þetta vakti mikla lukku enda fórum við á hvolf af hlátri.
Lilja og Laulau vígja inn nýja félaga (nöfn þeirra koma fram ofar í texta) með pompi og prakt. Lesið er upp úr félagatali um starf LC og konum færðar rós, félagatal, hjörtu með nöfnum þeirra og meðlimaskjal. Að sjálfsögðu var smellt af nokkrum sætum myndum af vígslunni.
Skýrsla formanns verður frestað vegna veikinda en verður send til félaga í tölvupósti síðar.
Nína kynnir efnahagsreikning klúbbsins og er rætt um hækkun gjalda frá 2500 upp í 3000. Var það samþykkt en sú hækkun tekur ekki gildi fyrr en 1.september.
Linda Rós nýkrýnd LC skvísa sýndi áhuga á að auglýsa í félagatalinu okkar.
Kosning nýrrar stjórnar:
Formaður: Guðlaug Hildur Birgisdóttir - Laulau
Varaformaður: Hildur Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Nína Guðrún Heimisdóttir
Ritari: Auður Árnadóttir
Meðstjórnandi: Lilja Guðrún Jóhannesdóttir
Siðameistari: Ása Jóhannsdóttir
Fráfarandi úr stjórn:
Ása Jóhannsdóttir og Steinunn Zophaniasdóttir
Fundargerð síðasta fundar lesin upp án athugasemda.
Loks voru á borð bornar kræsingar af hollum og minna hollum gerðum. Allt rann þetta ljúflega niður í svanga maga okkar systra.
Afmælisbörn vetrarins þær Magga og Nína voru færðar gjafir í fljótandi formi og sýndist okkur þær vera nokkuð sáttar við valið.
Besti fundur vetrarins valinn. Fundarhaldarar áttu að semja ljóð um fundinn sinn og flytja það fyrir klúbbmeðlimi. Að þessu sinni fengu Steina og Auður verðlaun fyrir rappljóð um marsfundinn.
Mætingardrottining vetrarins var einnig valin og krýndi með kórónu og sprota, sú heppna var Magga enda fer henni einstaklega vel að bera kórónu og sprota.
Eins og lesa má að ofantöldu efni þá var mikið um kynningar og val á hinu og þessu á Aðalfundi okkar í apríl. En allt gekk þetta vel og mikið gaman hjá okkur eins og ávallt.
Fundi slitið rétt fyrir 23.
Auður Árnadóttir fundarritari.
Bloggar | Breytt 1.7.2010 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 00:33
Aðalfundur LC8.
Sælar stelpur.
Aðalfundur áttunnar verður haldin að heimili formanns, mánudaginn 12.apríl 2010 kl.19:30.
Fundur settur.
Lögmæti fundar kannað
Kynningarhringur
3 mínútur - spil frá LC6
Vígsla nýrra meðlima
Skýrsla formanns
Ársreikningar lagðir fram til samþykkis.
Kosning nýrrar stjórnar
Kosning endurskoðanda
Stjórnarskipti
Matur
Afmælisbörn LC-ársins hylltar
Kosning um besta fundinn.
Mætingarverðlaun - hver hefur besta mætingu?
Fundi slitið
Stjórnin býður upp á ljúffenga rétti og tertur í eftirrétt.
Áætluð fundarlok kl.22:30
Lilja Guðrún.
Formaður.
Bloggar | Breytt 19.4.2010 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2010 | 00:17
1. mars, Afmælissöngur
Fundurinn var haldinn í húsakynnum Icepharma, Lynghálsi (vinnustaður Steinunnar).
Fundurinn byrjar stundvíslega kl.19:40 með flottum fyrirlestri fluttum af Guðjóni Bergmann jógakennara með meiru. Tvinnar hann saman tveim fyrirlestrum sem hann styttir niður í einn og hálfan tíma.
Fræðir hann okkur um heildræna heimspeki og hingar sjö mannlegu þarfir sem honum tókst vel að koma til skila. Fyrirlesturinn kom manni til að hugsa meira inn á við og er sannarlega þörf á því í þjóðfélaginu okkar í dag og hvað það er mikilvægt að sinna öllum þáttum okkar jafnt þ.e bæði andlega, líkamlega og huglæga.
Við upplifum hlutina á mismundandi hátt, ekkert er alrétt eða alrangt. Spurningin er, hvaða gleraugu setjum við upp til að skoða lífið og tilveruna.
Guðjón hefur lesið mikið eftir Ken Wilber sem hann segir vera upphafsmann að heildrænni heimspeki. Var Wilber aðeins 23 ára þegar hann skrifaði sína fyrstu bók.
Hinar sjö mannlegur þarfir okkar eru taldar vera:
o 1. Þörf fyrir öryggi
o 2. Þörf fyrir spennu og sköpun
o 3. Þörf fyrir einstaklingsstyrk og sjálfstraust
o 4. Þörf fyrir kærleika og tengsl
o 5. Þörf fyrir tjáningu og framlag
o 6. Þörf fyrir visku og vöxt
o 7. Þörf fyrir andlega tengingu eða tilgang
Verður ekki farið nánar í fyrirlesturinn en Guðjón mun senda Steinunni glærurnar svo við ættum að geta nálgast meir upplýsingar þar.
Steinunn sækir síðbúnn kvöldverð, gómsætar pizzur frá Rizzo sem við áttum ekki í vandræðum með að koma niður ásamt heimalagaðir hvítlauskolíu.
Auður les ljóð eftir skáld vetrarins, Vilborgu Dagbjartsdóttur sem heitir Morgunsöngur útivinnandi húsmóður.
3 mínútur þar sem klárað var frá síðasta fundi að segja frá degi í vinnunni okkar.
Lilja minnir á aðalfund okkar og óskar eftir varaformann og ritara fyrir næsta ár. Hildur býður sig fram til varaformanns og ritari verður vonandi fundinn á aðalfundinum.
Minnst var á árshátið LC og RT þann 24.apríl, ekki miklar undirtektir en vonandi breytist það þegar nær dregur.
Mættar voru: Steinunn, Lilja Guðrún, Magga, Sólrún, Hildur, Nína, Ása, Bergþóra og Auður ásamt 6 gestum þar á meðal ein úr LC-2.
Auður Árnadóttir, fundarritari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2010 | 23:58
1.febrúar, Afmæliskort.
Fundurinn var haldinn í húsakynnum Rannís( Rannsóknarmiðstöð Íslands) og á veitingarstaðnum Caruso. Báðir þessir staðir eru staðsettir á Laugaveginum.
Fyrsta mál á dagskrá var kynning Aðalheiðar Jónsdóttur á sínu sérsviði innan fyrirtækisins sem eru alþjóðamál. Bað hún hópinn um að segja stuttlega frá hvaðan við erum ættuð og hvar við búum.
Rannís veitir stuðning við rannsóknartengt efni, nám, tækniþróun og nýsköpun.
Heyrir undir menntamálaráðuneytið og skiptist í þrjú megin svið.
ü Umsýsla sjóða
ü Greiningar
ü Alþjóðastarf
Sameiginlega markmiðið er að efla samstarf hagsmuna aðila.
Við fengum uppgefnar vefsíður þar sem hægt er að kynna sér betur þetta viðamikla efni.
Á þessum vefsíðum er hægt að kynna sér: Menntaáætlun Evrópusambandsins, Evrópa ungafólksins og 7.Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.
Mjög skemmtilegt og fræðandi erindi enda vöknuðu margar áhugaverðar spurningar meðal hópsins.
Farið á veitingarstaðinn Caruso, snæddur kvöldverður og áframhaldandi fundarhöld.
Lilja kveikir á kerti vináttunnar og Laulau kynnir niðurstöður könnunar um ferð til Bruge, þar sem hópurinn kom sér saman um að gera maí fundinn „extra“ spennandi með þeim fjármunum sem annars hefðu verið notaðir í Bruge ferðina.
Björk les verk eftir Vilborgu, skáld vetrarins sem heitir Reynsla.
3 mínútur þar sem sagt var frá degi í vinnunni okkar. Við erum greinilega áhugasamar um vinnu okkar því töluvert meiri tími en 3 mín. voru notaðar svo að hluti hópsins bíður með sína kynningu til næsta fundar. Mjög áhugavert að heyra hvað við sýslum við í vinnunni og kemur það í ljós að við getum vel haldið fyrirlestur um það efni á okkar fundum.
Siðameistari tekur upp baukinn og sektar sem aldrei fyrr enda vant við látin sl. 2 fundi.
Fundi slitið rúmlega 23.
Auður Árnadóttir, fundarritari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 23:53
11. janúar, Afmælisterta.
Fundur settur þegar kveikt var á kerti vináttunnar .
Byrjað var að næra sig og var maturinn að þessu sinni frá veitingarstaðnum Saffran. Kynningarhringur og 3 mín var sameinað og kynntum við hvor fyrir annari bókina(bækurnar) sem við lásum yfir jólin. Spannaði það allt frá miklum fræðibókum til dagblaða og tímarita.
Fyrirlesari kvöldsins var Sigrún Pálsdóttir verkefnastjóri Landverndar með kynningu á verkefninu Vistvernd í verki sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni.GAP (Global Action Plan for the Earth). Verkefnið er viðurkennt af sameinuðuþjóðunum og tilgangur meðal annars að:
ü Efla hugsun um umhverfið og umgengni við auðlyndir jarðar.
ü Starfað í hópum ,visthópastarf
ü Unnið í samstarfi við sveitarfélögin á Íslandi
ü Einblína á lausnir í stað vandamála
ü Hýst af Landvernd frá ´99
ü Umhverfisvænni rekstur heimila og fyritækja: meðhöndlun sorps, orku, innkaupa og samgöngur.
Fleira kom þarna fram sem ekki verður upp talið,en mjög áhugavert og margar spurningar vöknuðu. Fengum afhenta bæklinga okkur til glöggvunar.
Kaffihlé þar sem Hildur bar fram heimabakaðar marenstertur sem vel flestar kunnu vel að meta.
Ása segir frá afmæliskvöldinu okkar þar sem 80 konur voru samnkomnar og skemmtu sér vel,enda vel heppnað. Myndasýning frá kvöldinu og tóku átturnar sig bara nokkuð vel út,mikið hlegið og vonum við að gestirnir hafi skemmt sér jafn vel við áhorfið.
Lilja minnir á frímerkin sem landstjórnin í Danmörku ætlar að koma í verð til styrktar góðgerðarmála.
Fundi slitið.
Mættar voru:Hildur, Lilja, Nína, Bergþóra, Laulau, Magga, Auður, Ása, Björk, Ása Lára og Sólrún
Gestir voru 6
Umsjónarmenn janúarfundar voru Ása Lára og Hildur.
Auður Árnadóttir, fundarritari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 00:18
Loksins komin heimasíða fyrir LC8
Velkomnar stelpur á þessa heimasíðu. Nú mun skýrsla síðasta fundar verða sýnd hér í framtíðinni ásamt því að fundarboð verða sett hér inn. Þetta verður í höndum ritara vetrarins og nú er bara að bjóða sig fram í ritarann. :)
Hlakka til að sjá ykkur á morgun.
Kveðja, Lilja Guðrún. Formaður LC8.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010