Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fundargerð janúarfundar 9. janúar 2012

Fundurinn var haldinn í sal Farfuglaheimilisins í Laugardal, bar fundurinn yfirskriftina bókmenntir.

Fundur settur með því að Hildur formaður kveikti á kerti vináttunnar.

Gestafyrirlesari kvöldsins var Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur sem hélt fyrirlestur um mataræði Íslendinga og hvernig á að fara að því að létta sig.  Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur þar sem fjallað var vítt og breitt um mataræði og hvað að áliti Sigurjóns er að valda okkur skaða (offitu) af því sem við erum að innbyrða.  Mjög skemmtilegt og áhugavert og voru miklar umræður á fundinum að fyrirlestri loknum.

Síðan var borinn fram matur frá Gló, grænmetissúpa, brauð og ávextir, að allra mati mjög ljúffengt.

Lesin upp fundargerð síðasta fundar og síðan lesin smásaga eftir Gyrði Elíasson sem hlaut Norðurlandaverðlaun bókmenntaráðs árið 2011.

Kynningarhringur og þrem mínútum slegið saman og var viðfangsefni þriggja mínútna í takt við fyrirlesturinn:  hefur þú hugsað um að breyta mataræði/lífstíl og ætlar þú að gera eitthvað í því. 

Fróðlegt var að heyra hvað fundarkonur höfðu gert og spáð í í gegnum tíðna og hvaða áhrif fyrirlesturinn hafði á þær.  Fundi slitið.

Mættar:  Hildur, Laulau, Lilja Guðrún, Lilja, Sólrún, Linda Bára, Linda Rós, Magga, Ástrós, Guðrún Ásta.

Gestir: Arna, Hrafnhildur, Ólöf, Klara.


Fundargerð jólafundar 5. des. 2011

Jólafundurinn var að þessu sinni haldinn í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6.  Þar tóku á móti okkur tveir félagar úr þeim ágætu samtökum, þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Kjartan Birgisson.  Kveikt var á kerti vináttunnar og fundur settur.

Ásgeir sagði stutta sögu af sjálfum sér er hann fékk sitt fyrsta hjartaáfall og kynnti síðan samtökin Hjartaheill sem eru stærstu samtök innan SÍBS.  Samtökin voru stofnuð 8. október 1983, þetta er hagsmunasamtök hjartasjúklinga á Íslandi og starfa í 11 deildum um allt land.  Helsta markmið samtakanna er að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum.  Þetta er stór og mikil samtök sem reka m.a. sína eigin endurhæfingarstöð, HL stöðina og gefa út fréttablað.  Horfðum síðan á fræðslumyndband, Gretti, um líf hjartasjúklings eftir hjartaáfall.Heart

Síðan tók Kjartan Birgisson sem er bróðir Laulau okkar til máls og sagði frá í máli og myndum síðustu tveimur sólarhringum fyrir og eftir hjartaskipti sem hann gekkst undir í Svíþjóð 2010.  Mjög áhrifamikil frásögn af reynslusögu hjartaþega.

Að þessu loknu var borinn fram matur, fengum við jólahlaðborð í smáréttaformi ásamt eftirréttum, namm namm.

Fundargerð síðasta fundar lesin.  Á fundinum var tekin ákvörðun að styrkja fyrrverandi LC systur, Hjördísi sem lent hefur í miklum áföllum og veikindum og var henni afhentur styrkur að upphæð 24.000 kr. nú í desember frá okkur í LC-8, hver meðlimur lagði fram 1000 kr. og klúbburinn 1000 kr á móti.  Vonum að hún njóti vel.

Kynningarhringur og 3 mínútur og sögðum við allar frá aðfangadegi heima hjá okkur og var gaman að heyra hversu ólíkt þetta er á heimilum okkar allra.  Síðast en ekki síst fórum við í pakkaleik og allar fengum við skemmtilega litla jólagjöf hver frá annarri.  Fundi slitið og héldum við hver til síns heima á vit jólaævintýra desembermánaðar.

 Mættar:  Hildur, Ástrós, Íris, Sólrún, Guðrún Ásta, Linda Bára, Magga, Lilja, Linda Rós, Nína, Laulau og Lilja Guðrún.

Gestir: Ása, Arna, Steinunn og Kristín Sigríður.

HeartHeartHeart


Fyrirtæki

Næsti LC fundur verður haldinn mánudaginn 5 mars

Kl.19.30 mæting í sokkabuxnabúðina Töru (www.tara.is) Skipholti 9 - Aníka Rós eigandi Töru tekur á móti okkur og segir frá reynslu sinni í að stofna fyrirtæki

kl. 20.15-20.30 förum við á Fosshótel Lind, Rauðarársstíg 18

Þessir girnilegu réttir verða í boði:

1. Stórt og fjölbreytilegt salat borið fram með grilluðum kjúkling og jarðaberjadressingu

2. Skötuselur eldaður og borin fram á suðrænan hátt með steiktu grænmeti og hrísgrjónum

 

Kynningarhringur

Ritari les fundargerð síðasta fundar

Vígsla

Lesið verður upp ljóð

3 mín - hvert er þitt uppáhalds fyrirtæki/verslun og hvers vegna?

Kynning verður á árshátíðinni sem haldin verður í Vestmannaeyjum í apríl

Vinsamlega látið vita um mætingu, helst ekki síðar en á laugardag og hvorn réttinn þið viljið.

Gestir borga kr.3000.

 

Sjáumst hressar Nína og Ástrós Smile


SKÖPUN

6. FEBRÚAR KL 19:30  Á   A. HANSEN Í HAFNARFIRÐI ( GAMLA VÍNHÚSIÐ). 

Við fáum hana Önnu Svövu (lék Tobbu Marínós í áramótaskaupinu) til okkar og hún segir okkur allt um það hvernig áramótaskaupið verður til , hvernig hugmynd/handrit verður að mynd, hvernig velur maður leikara í bíómynd omf. 

                                                            Verið duglegar að spyrja !!! 

 

          Grillaðar kjúklingalundir á salatbeði með hvítlauksbrauði.

                                             3.mín

A) Ég er að skapa eða sú list sem höfðar mest til mín, endilega að koma með það og sýna okkur í klúbbnum ef þið eruð að gera hannyrði, föndur, mála ,syngja. Alltaf gaman að sjá hvað aðrir eru að hanna og  búa til.

B) Ég hef ekki borðaða brauð eða önnur kolvetni frá því á síðasta LC-fundi og líðan mín er ......

C) Segja Hafnarfjarðabrandara hahaahha. Grin

Kynningarhringurinn verður á sínum stað og ljóð , hver veit kannski óvænt uppákoma.

                                                    Verð fyrir gesti 3000 kr.

                                      Skrá sig  fyrir kl:18 á sunnudaginn 5.feb

                                Hlökkum til að sjá ykkur  Kkv  Guðrún Ásta & Margrét


Janúarfundur

Hæ allar og gleðilegt ár   Wizard

Nú er komið að fyrsta fundi ársins.  Hann verður haldinn í Farfuglaheimilinu Laugardal og byrjar klukkan hálfátta.

Fundarefni:

1. Fyrirlestur:  Meltingarsérfræðingur fjallar um mataræði.

2. Léttur kvöldverður:  Súpa og ávextir.

3. Kynningahringur.

4. Fundargerð síðasta fundar.

5. Ljóð í formi smásögu.

6. Þrjár mínútur:  Hefurðu hugsað um að breyta mataræði/lífsstíl og ætlar þú að gera eitthvað í því?

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega takið með ykkur gesti (kr. 3.000,-).

Lilja og Sólrún   HeartHeartHeart


Fundargerð kynningarfundar 7. nóv. 2011

Sérstakur kynningarfundur var haldinn í þetta sinn til að lokka að fleiri meðlimi í okkar skemmtilega félagsskap.  Hildur formaður kynnti klúbbinn og sagði frá hvernig fundir færu fram og hvað við höfum gert á hinum ýmsu fundum í gegnum tíðina.  Lesin var fundargerð síðasta fundar sem haldinn var í Borgarnesi.  Laulau kynnti síðan LC samtökin með Power Point kynningu með glæsibrag.  Kynningar- hringur þar sem gamlir og væntanlega nýir meðlimir kynntu sig og 3 mínútur samtvinnaðar þar við þar sem aðventan var í forgrunni.  Síðan var kaffipása og bornar fram dýrindis heimabakaðar kökur.

Fyrirlesari kvöldsins var hins landsfræga Sirrý.  Kom hún inn með ferskum blæ þar sem hún kenndi okkur örugga tjáningu, framsækni og að stíga út fyrir þægindasvið okkar og leiðir til að stækka það.  Sirrý skipti okkur síðan niður í vinnuhópa þar sem við áttum að útskýra hvað einkennir þá sem ná og halda athygli okkar, kosti þeirra og galla.  Hún lagði mikla áherslu á að öndun væri mikilvægur þáttur í öruggri framkomu, anda djúpt ofan í maga og brosa.  Nota liti í klæðaburði til að ná athygli fólks.  Hrós og samstaða eykur sjálfstraust.  Síðast en ekki síst að öll erum við manneskjur en ekki vélmenni og allir geta gert mistök.  Vonandi getum við nýtt okkur þessa þekkingu á fundum okkar í framtíðinni og í lífinu almennt. 

Mættar:  Hildur, Linda Rós, Magga, Íris, Lilja Guðrún, Linda Bára, Nína, Sólrún, Lilja, Guðrún Ásta, Laulau.

Gestir:  Arna, Eyrún, Kristín, Ólöf, Steinunn og Birna Dís.

 

HeartHeartHeart

 

 

 

 

 

 

 


Jólafundur LC-8, mánudaginn 5. desember 2011

Halló kæru systur í LC-8.

Við erum spenntar að fá að hitta ykkur á mánudaginn og enn spenntari að fá að sjá gestina okkar aftur :D
Dagskrá kvöldsins hefst að þessu sinni klukkan 18:30 í húsi Hjartaheilla að Síðumúla 6, gengið inn að aftan.
Við munum bjóða upp á eitthvað matarkyns, skemmtilega og fræðandi dagskrá ásamt öðrum venjulegum fundarstörfum.
Því miður verðum við að vera svo ,,halló" að rukka gesti okkar um 3.000 krónur fyrir fundinn, en ef þær ganga í klúbbinn þá verðum við kannski nógu margar til að geta boðið gestum síðar meir :D
Hér er það fjöldinn sem er mátturinn :)

Vinsamlega látið okkur vita tímanlega svo við getum haft matinn á hreinu. Helst fyrir helgi.

Að síðustu viljum við minna ykkur á jólapakkaleikinn okkar góða ! Allir koma með gjöf að andvirði u.þ.b. 1.000 króna.

Sjáumst hressar á jólafundi. Væri ekki verra ef þið bæruð eitthvað jólalegt utan á ykkur til að skapa enn meiri stemmningu.

Laulau og Lilja Guðrún.


Fyrsti fundur vetrarins 5. september 2011 Hreyfing

Fyrsti fundur vetrarinst byrjaði á hreyfingu.  Veitir ekki af að hrista okkur aðeins saman eftir sumarið. 

Fórum til hennar Elínar í Robe Yoga þar sem hún kynnti fyrir okkur heimspekina á bak við Robe Yoga.  Robe Yoga snýst um þakklætis hugarástand.  Og kenningin er einföld.  "Verum breytingin."  Rope Yoga gengur út á það að við séum breytingin sem til er ætlast og við berum ábyrgð á því hvað ætlast er til af okkur í framtíðinni.  Robe Yoga er tæki að ráða frammúr þeirri tilvistarkreppu, sem svo mörg okkar eru að kljást við daglega. Lífið er ekkert annað en ferli sem þarf að sinna og rækta. Það þarf að næra hug okkar og líkama til að við getum tekist á við þau verkefni sem lífið ber í skauti sér.  Elín kenndi okkur á einfaldan hátt að nota böndin og og sagði okkur hvaða árangur fylgir þessari tækni.

Þeir sem stunda Robe Yoga fylgja eftir hvetjandi sjö þrepa kerfi, sem vekur þá til umhugsunar en þau eru:

  • 1.  Vakna til vitundar.
  • 2.  Vera ábyrgur.
  • 3. Ásetningur þinn.
  • 4. Trúfesta.
  • 5. Að leyfa framgang.
  • 6. Innsæi.
  • 7. Þakklæti. 

Að þessu loknu var farið á HaPP sem er grænmetisveitingastaður í Austurstræti.  Hjá HaPP er áhersla lögð á gæði og virkni fæðunnar á líkamann til að fyrirbyggja og meðhöndla lífstílssjúkdóma.  Þar er grænmeti, hráfæði og hollur matur almennt í hávegum hafður og fengum við einn slíkan rétt, grænmetislasagna og dýrindis  hráfæðis súkkulaðiköku á eftir. 

Kveikt var á kerti vináttunnar og Hildur formaður kynnti fulltrúaráðsfund sem stóð fyrir dyrum og einnig næsta fund okkar ágæta klúbbs sem var sumarbústaðaferð í Borgarnes og hljómaði það mjög spennandi. 

Kynningarhringur og 3 mínútur voru hafðar saman að þessu sinni og áttum við að tala um hreyfingu.

Mættar:  Hildur, Íris, Magga, Lilja, Nína, Sólrún Linda Rós, Þyri, Ástrós, Guðrún Ásta, Laulau.

HeartHeartHeart


Fundargerð októberfundar LC-8 í Borgarnesi 2011

 Farið var í borgarferð til Borgarness og gist þar í ömmulegu húsi eina nótt.Átta skvísur úr LC-8 voru mættar, Hildur, Linda Bára, Magga, Lilja Guðrún, Sólrún, Nína, Ástrós og Guðrún Ásta.Allar voru þær mættar kl. 15 og byrjaði helgin á detoxi ( þ.e. ávöxtum í skál).Svo var farið í gönguferð um nánasta umhverfi, fórum á ljósmyndasýningu í Safnahúsi Borgarness, þar sem tók á móti okkur Guðrún Jónsdóttir og leiddi okkur um sýninguna. Allar vorum við sammála að þetta var skemmtileg og fróðleg sýning um börn í 100 ár og þær breytingar sem hafa orðið á samfélagi okkar á þessum tíma.Svo var kíkt á Bjössaróló og við flýttum okkur heim í langþráðan drykk...Fundur var settur og kveikt á kerti vináttunnar, sagt var frá fulltrúaráðsfundinum sem Hildur, Íris og Magga mættu á. Næsta árshátið verður haldin í Vestmannaeyjum, fáum kynningardisk fljótlega. Áhersla var lögð á að fjölmenna á næsta AGM fundi sem verður haldin í Svíþjóð í ágúst á næsta ári og sú frábæra hugmynd kom fram að flott yrði að klæðast Sollu stirðu búningi ! Þannig gætum við auglýst landið okkar og aukið líkur á að AGM verði á Akureyri 2015. Einnig var rætt um alheimstarf LC, styrk til Eþiopíu v/vatns og einnig ætlum við að læra söng og dans LC ( ekki hægt þarna vegna tæknilegra örðuleika).Rætt var um að styrkja Hjördísi fyrrum LC-8 systur sem hefur átt við erfið veikindi að stríða.  Ákveðið var að við myndum styrkja hana um 1000-2000 hver og svo 1000 mótframlag frá LC-8 á móti og þannig myndum við e.t.v. ná 30.000.- Formaður ætlar að senda bréf á allar með upplýsingum.Ýmsar skemmtilegar uppástungur voru varðandi fjölgunarfundinn.Súpa var borin á borð, kynningarhringur + 3 mínútur fjölluðu um það hvar við vorum aldar upp og það var reglulega gaman að heyra um það frá LC-systrum.

Sátum svo saman og góðu yfirlæti fram á nótt, vöknuðum hressar og héldum heim á leið endurnærðar eftir dvöl í Borgarnesi.                                    

Hildur formaður.

Dekurfundurinn 27.5.2011

Dekurfundurinn var að þessu sinni með breyttu sniði og frekar óhefðbundinn.  Ákveðið var að fara á tónleika í Hörpu því nýja og glæsilega húsi og láta spænska strauma flæða um okkur.

 Byrjað var á að borða í Munnhörpunni á neðstu hæð Hörpu og flestar okkar fengu sér smushi sem er nýstárleg útfærsla á smörrebröd og vínglas með til að hita upp fyrir tónleikana.  Síðan héldum við upp á næstu hæð í tónleikasalinn Silfurberg þar sem spænska gleðisveitin Ojos de brujo, ein vinsælasta hljómsveit Spánar flutti kraftmikinn tónlistarkokteil sem hristur var saman úr flamenco, hiphopp, rúmbu, reggí og danstónlist.  Tónleikarnir hófust með miklum látum og flæðandi flamenco takti og stóðu í 90 mín.  Mikið stuð og mikill kraftur í hljómsveitinni.

Að loknum tónleikum langaði flestum að dansa meira og var því farið á Thorvaldsen og þar tók diskótónlistin við og könnuðumst við aðeins betur við þá tónlist og dansinn dunaði fram eftir nóttu og hélt síðan hver sína leið að því loknu.  Skemmtilegt kvöld að lokum komið.

Mættar voru:  Hildur, Magga, Lilja, Bryndís, Lilja Guðrún Íris Björg Ástrós, Steinunn, Auður, Ása, Guðrún Ásta, Linda Rós, Þyri og Linda Bára.

HeartHeartHeart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ladies Circle 8
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Einkunnarorð klúbbsins er Vinátta, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleiki, jákvæðni og náungakærleikur.

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband