Færsluflokkur: Bloggar
16.11.2011 | 16:10
Súkkulaðistubbar
Hér kemur uppskrift af nammikökunni sem var á nóvemberfundinum (held hún sé upprunalega úr Gestgjafanum).
5 msk. smjör
100 gr suðusúkkulaði, brætt saman í vatnsbaði.
3 egg, þeytt í létta froðu
3 dl sykur, sett saman við eggin og hrært vel áfram
1 1/2 dl hveiti,bætt útí
1 tsk salt, bætt útí
1 tsk vanilludropar
Svo er súkkulaðismjörbræðingnum bætt út í. Sett í ofnskúffu í miðjan ofn 175° og bakað í 15 mínútur. (mér fannst persónulega ofnskúffan aðeins of stór og minnkaði hana um 1/4)
Karmellukrem:
4 msk smjör
1 dl púðursykur brætt saman og hitað að suðu ca 1 mín, tekið af hellu og látið kólna aðeins.
2 msk rjómi hrærður saman við.
150 gr pekanhnetur saxaðar
Þegar kakan hefur verið 15 mín í ofninum er hún tekin út, pekanhnetunum dreift yfir og svo er karmellukreminu hellt yfir svo er þessu skellt aftur í ofninn og bakað í aðrar 15 mínútur.
150 gr 56% súkkulaði saxað . Er stráð yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa aðeins. Svo skorið í bita.
Namminamm, kveðja Hildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2011 | 18:31
Nóvember kynningarfundur.
Jæja skvísur!! Núna er komið að kynningarfundinum okkar í ár
Það væri frábært ef þið ladies vinkonur okkar gætu séð ykkur fært að koma með eina, tvær eða fleiri vinkonur með ykkur á þennan glæsilega kynningarfund, athugið að ekkert kostar fyrir gesti á þennan fund.
- Hvenær: Mánudagurin 7 Nóvember kl: 19:30.
- Staðsetning: Skógarhlíð 14 (aðalinngangur) setjum blöðrur til að vísa ykkur veginn.
- Fundarefni: Kynning á LC og fl.
- 3 Mínútur: Hvað hlakka þig mest til að gera á aðventunni í ár.
- Kaffi og kökupása (ath enginn matur).
- Fyrirlestur: Hin frábæra og glæsilega kona hún Sirrý kemur og spjallar við okkur.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.10.2011 | 21:17
Borgarferð í Borgarnes 15-16. október
Sælar LC skvísur !
Nú fer að styttast í sumarbústaðaferðina okkar.
Við höfum efri hæðina að Sæunnargötu 12 í Borgarnesi fyrir okkur. Gamalt og krúttilegt get ég lofað ykkur, segjum ömmulegt hús...
Mæting laugardaginn 15. október kl. 15 og ég vona að sem flestar gisti !
Við bjóðum upp á ávaxtasnarl við komu, kvöldmat, dýrindis eftirrétt og morgunmat.
Stefnum á labbitúr um bæinn og fáum fróðleiksmola í leiðinni.
Þið þurfið bara að koma með rúmföt og drykkjarföng og góða skapið...
Vinsamlegast skráið ykkur og hvort þið ætlið ekki örugglega að gista.
Kveðja Hildur, Íris og Linda Bára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.8.2011 | 23:10
Fyrsti fundur vetrarins 5.sept 2011
HREYFING
19.30 Mæting í BÆJARHRAUN 2 Hafnarfirði.
Prófum ROPE YOGA & TRX hjá Elínu , hún segir okkur jafnframt allt um heimspekina sem liggur þar að baki. þægilegur klæðnaður ætlum aðeins að flækjast í bö..... sjá nánar Elin.is
20:45 HaPP Í AUSTURSTRÆTI //Hráfæði
Lasange & súkkulðikaka
3.mín HVER ER ÞÍN HREYFING !!!
Ljóð og óvænt uppákoma !!!!
Skrá sig fyrir kl: 20 sunnudaginn 4.sept
Fundur kostar 3000 kr fyrir gesti sem eru velkomnir !!
Hlökkum til að sjá ykkur ÍRIS OG MARGRÉT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2011 | 18:58
Veturinn 2011 - 2012 hjá LC - 8
Sælar LC - systur !
Já sumarið er að taka enda og fyrir liggur skemmtilegur vetur.
Dagskrá vetrarins hefur tekið smá breytingum og verður sumarbústaðarferðin 15-16 október og nú skulum við bregða okkur í "Borgarferð" í Borgarnes ! Þar verðum við með "ömmulegt" hús og verðum með skemmtilegheit í "Borginni Borgarnesi".. Vona að sem flestar sjái sér fært að mæta.
Dagskráin er því eitthvað á þessa leið :
5. sept. Hreyfing, Magga og Íris
15-16 okt. Sumarbústaður, Stjórnin
7. nóv. Kynningarfundur, Linda Rós og Hildur
5. des. Jólafundur, Lilja G og Laulau
9. jan. Bókmenntir, Lilja Þ og Sólrún
6. feb. Sköpun, Bryndís og Guðrún
5. mars. Fyrirtæki, Nína og Ástrós
2. apríl. Aðalfundur, Stjórnin
7. mai. Dekurfundur, Stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2011 | 13:38
Dekurdúllur í LC - 8
Nú fer að líða að tónleikum með Ojos de Brujo í Hörpunni 27/5
Við ætlum að hittast í Hörpunni kl. 19.30 nánar tiltekið á smárétta veitingahúsinu Munnhörpunni sem er við aðalinngang á jarðhæð.
Þar getum við gætt okkur á smushi sem er blanda af sushi og smörrebröd og líka hitað okkur upp með drykkjum.....
Þar sem mikið verður um hópa þetta kvöld verður kokkurinn búinn að setja saman ákveðinn matseðil fyrir hópa og þá er bara að hrökkva eða stökkva....
Hver og einn greiðir fyrir sinn mat og drykk
Tónleikarnir byrja kl. 21.
Eftir tónleika er svo tilvalið að dansa upp á 4. hæð, nánar tiltekið á bar Kolabrautarinnar og jafnvel fá sér hanastél ! Útsýnið þarna uppi er víst heillandi og skapar ógleymanlega kvöldstund.
Frjálst val það sem eftir lifir nætur.
Vinsamlega skráið komu ykkar á Munnhörpuna og tónleikana.
Hlakka mikið til að sjá ykkur.
Kveðja Hildur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.3.2011 | 22:40
Aðalfundur LC-8
verður haldinn heima hjá formanni, Næfurási 4, 110 Reykjavík, 4. apríl 2011 klukkan 19:30.
Dagskrá:
- Sjartering nýrra klúbbmeðlima
- Lögmæti fundar kannað
- Skýrsla formanns
- Ársreikningar klúbbs lagðir fram til samþykktar
- Kosning nýrrar stjórnar
- Kosning endurskoðanda
- Stjórnarskipti
- Gómsætar veitingar frá stjórninni bornar fram
- Önnur mjög skemmtileg mál; m.a. kosning skemmtilegasta fundar vetrarins, mætingardrottning vetrarins kosin og margt fleira. Bíðið spenntar.
Hlökkum til að sjá ykkur allar.
Laulau
Hildur
Lilja Guðrún
Nína
Auður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.3.2011 | 17:12
Fundargerð marsfundar 2011
Marsfundur LC-8 2011.
Að þessu sinni var kynning á störfum Landhelgisgælunnar og hófst fræðslan í flugskýli 2 við Nauthólsveg kl.19.00. Einhver seinkun var þó vegna erfiðleika sumra klúbbkvenna að finna staðinn.Ekki var það skrýtið þar sem að rammgert hlið þurfti að fara í gegnum til að komast að gæslumönnum J .
Við fengum góðan fyrirlestur um störf og verkefni gæslunnar bæði á landi og láði.Um skipa,þyrlu og flugvélaflotann.Um hlutfall björgunar á sjó og landi sem er 25%(sjó) og 75% (landi) og lengi mætti telja.Fróðlegt er að kíkja á heimasíðu gæslunnar til nánari glöggvunar. http://www.lhg.is/
Um borð í skipum og vélum er allt til alls og fullkominn búnaður til að sinna þeim verkefnum sem ætlast er til.Athyglisvert var að heyra um skynjara sem er það öflugur að hann nemi ljós frá kveikjara á jörðu niðri og hafa laganna verðir verið í samstarfi þar sem hægt hefur verið að finna og gera upptæka kannabisræktun.
Skoðuðum þyrluna TF-líf og var Auðunn gæslumaður duglegur að svara upplýsinga þyrstum klúbbkonum.
Að lokum var stefnan tekin að Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og fundurinn formlega settur með því að kveikja á kerti vináttunnar.Snæddum mat frá Saffran og í tilefni bolludagsins voru að sjálfsögðu bollur í eftirrétt.
Kynningarhringur og Ljóðalestur,ljóðalestur er í höndum Lilju Guðrúnar spáðu í mig e. Megas"Þrjár mínútur fjölluðu um hálendið þar sem það var þema kvöldsins og áttu við flestar góðar minningar þaðan um fallega staði þó svo að misjafnar túlkanir hafi verið á því hvenær maður væri komin upp á hálendi.
Lauslega var farið yfir næstkomandi aðalfund.
Mættar voru: Lilja Guðrún,Auður,Ása,Linda Bára,Lilja Þ,Linda Rós,Hildur,Bryndís,Magga og Íris.
Gestir: Hrafnhildur,Unnur Gyða,Ástrós,Guðrún Ásta og Dóra.
Fundi slitið um 22.10.
Fundarritari: Auður Árnadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 19:47
Hálendið - Marsfundur LC-8
Marsfundur hefst með hittingi við við flugskýli 2, sem er við Nauthólsveg, kl. 19:00. Keyrt er í áttina að Ylströnd Nauthólsvíkur, farið strax úr hringtorgi við Háskólann í Reykjavík og beygjið fyrstu beygju til hægri við hlið Landhelgisgæslu Íslands.
Þegar fyrirlestri er lokið er haldið að Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem við setjumst að snæðingi. Fáum okkur ljúffengt góðgæti frá Saffran, og höldum fund.
Fundurinn verður haldinn með hefðbundnu sniði.
Auður les upp fundargerð síðasta fundar.
Kynningarhringur.
Ljóðalestur.
Þrjár mínútur: Hvað er fallegasti staðurinn á hálendinu að þínu mati, af hverju og hefurðu komið þangað?
Formaður er með tilkynningu.
Þetta verður fræðandi og skemmtilegur fundur, svo endilega komið með gesti. Það kostar 2.500 krónur.
Kveðja, Lilja Guðrún og Sólrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.2.2011 | 20:30
Febrúarfundur LC-8 2011
LC fundur 7. Febrúar 2011
Annar fundur ársins 2011 var haldinn í húsnæði Skátafélagsins Árbúa. Sólrún og Linda Rós sáu um fundinn.
Mættar voru : Hildur, Margrét, Sólrún, Linda Rós, Ása, Lilja Þ og Lilja Guðrún. Gestir voru: Guðrún Ásta, Ástrós og Hrafnhildur.
Fundur var settur er varaformaður kveikti á kerti vináttunnar.
Þema fundarins var Snæfellsnes og borðskreytingar báru þess merki. Borin var á borð sterk og góð súpa í brauðskel með mexicó ívafi. Farinn var kynningarhringur og ljóð eftir Megas lesið. Að því loknu hófst sýnikennsla í hár og förðun sem vakti mikla lukku. Linda Rós hárgreiðslumeistari galdraði hárið og Sigrún Snorradóttir snyrti og förðunarfræðingur sá um förðun. Módel" voru máluð og greidd eftir kúnstarinnar reglun og nú lumum við á góðum leyndarmálum um útlitið..
Varaformaður kynnti alþjóðadag LC sem er 11. Febrúar n.k. Klúbbarnir ætla að skoða Bessastaði og hittast á Pósthúsi Vínbar og skemmta sér saman, allar konur hvattar til að mæta.
Fyrir hönd formanns voru stöður í nýrri stjórn auglýstar, það vantar varaformann, gjaldkera og ritara.
Lilja Þ. bauð sig fram til ritara og Linda Rós hefur áhuga á varaformanni, ákveðið var að ræða þessi mál betur á næsta fundi, þar sem margar voru fjarverandi.
3. mínútur fjölluðu um eitthvað skemmtilegt tengt börnum og sagðar voru margar skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Börn eru yndisleg..
f.h. ritara sem var fjarverandi, Hildur Guðmundsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010